Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 12:12 Gylfi Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent