Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 07:30 Tiger Woods átti ekki gott kvöld í TGL deildinni sinni og sló eitt afar slæmt högg. Getty/Ben Jared Hlutirnir gengu ekki alveg nógu vel hjá Tiger Woods í nýju golfhermisdeildinni hans í nótt. Liðsfélagar hans í Jupiter Links gátu ekki bjargað honum því þeir áttuðu sig of seint að eitthvað var að. TGL deildin er spiluð í glæsilegum golfhermi innanhúss og er á sínu fyrsta tímabili. Tiger Woods og Rory McIlroy standa sjálfir á bak við þessa nýstárlegu golfdeild sem er nýstárleg blanda af golfhermi og venjulegu golfi. Þetta er liðakeppni og í nótt áttu Tiger og félagar í Jupiter Links leik á móti New York. Tiger átti að slá og það voru 199 jardar í holuna. Woods bað um staðfestingu á fjarlægðinni en heyrði ekki 199 jarda heldur 99 jarda. Woods tók því upp sandfleyg og sló hundrað jarda högg. Það var auðvitað alltof stutt. „Ég heyrði 99 jarda, fór út og sló þannig,“ sagði Tiger Woods í viðtali á ESPN sem sýndi frá keppninni. Hann var á þrettándu holu í einvígi sínu við Cameron Young í liði New York sem hann tapaði. „Þetta er eitt það vandræðalegasta á golfferlinum,“ sagði Woods hlæjandi „Ég bara klúðraði þessu, þetta var svo vandræðalegt,“ sagði Woods. Liðsfélagar hans, Kevin Kisner og Tom Kim, veltust líka um úr hlátri. Þegar kemur að leiknum sjálfum þá vann New York öruggan 10-3 sigur. Tiger Woods grabbed the wrong club and Rickie Fowler wasn't gonna let it slide 😂 @TGL pic.twitter.com/EK6Qg45ybd— ESPN (@espn) February 19, 2025 Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
TGL deildin er spiluð í glæsilegum golfhermi innanhúss og er á sínu fyrsta tímabili. Tiger Woods og Rory McIlroy standa sjálfir á bak við þessa nýstárlegu golfdeild sem er nýstárleg blanda af golfhermi og venjulegu golfi. Þetta er liðakeppni og í nótt áttu Tiger og félagar í Jupiter Links leik á móti New York. Tiger átti að slá og það voru 199 jardar í holuna. Woods bað um staðfestingu á fjarlægðinni en heyrði ekki 199 jarda heldur 99 jarda. Woods tók því upp sandfleyg og sló hundrað jarda högg. Það var auðvitað alltof stutt. „Ég heyrði 99 jarda, fór út og sló þannig,“ sagði Tiger Woods í viðtali á ESPN sem sýndi frá keppninni. Hann var á þrettándu holu í einvígi sínu við Cameron Young í liði New York sem hann tapaði. „Þetta er eitt það vandræðalegasta á golfferlinum,“ sagði Woods hlæjandi „Ég bara klúðraði þessu, þetta var svo vandræðalegt,“ sagði Woods. Liðsfélagar hans, Kevin Kisner og Tom Kim, veltust líka um úr hlátri. Þegar kemur að leiknum sjálfum þá vann New York öruggan 10-3 sigur. Tiger Woods grabbed the wrong club and Rickie Fowler wasn't gonna let it slide 😂 @TGL pic.twitter.com/EK6Qg45ybd— ESPN (@espn) February 19, 2025
Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira