Dómara refsað vegna samskipta við Messi Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 22:33 Lionel Messi er yfirleitt miðpunktur athyglinnar hvar sem hann fer. Vísir/Getty Mexíkanski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava komst í fréttirnar í vikunni eftir samskipti sín við Lionel Messi eftir leik Inter Miami og Sporting Kansas City. Þetta hefur nú dregið dilk á eftir sér. Inter Miami vann 1-0 sigur á Sporting Kansas City í vikunni þar sem Lionel Messi var í liði Inter Miami og skoraði eina mark leiksins. Hann fékk hins vegar ansi óvenjulega beiðni frá dómara eftir leikinn. Dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava er sagður hafa beðið Messi um treyju sína eftir leik en treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal leikmanna og áhugafólks um fótbolta. Ekki kom fram hvort Messi hafði orðið við ósk dómarans en hann fór að minnsta kosti ekki úr henni úti á velli enda sautján stiga frost í Kansas þar sem leikurinn fór fram. En þessi beiðni dómarans hefur dregið dilk á eftir sér. Ortiz Nava var kallaður á fund forráðamanna MLS-deildarinnar og þar er hann sagður hafa viðurkennt að beiðnin hafi verið mistök, beðist afsökunar og sætt sig við refsingu. Ekki kemur fram hver refsingin er. Í samtali Ortiz Nava og starfsmanna deildarinnar kom fram að hann hafi ekki beðið um treyjuna fyrir sig sjálfan heldur fyrir aðila í fjölskylduna sem glímir við fötlun. Þetta skipti þó engu máli og mat deildarinnar að hegðun dómarans hafi ekki verið samkvæmt reglum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar í MLS-deildinni komast í fréttirnar í tengslum við Lionel Messi. Í fyrra var dómari tekinn af leik Inter Miami með eins dags fyrirvara eftir að hafa mætt í hlaðvarpsþátt íklæddur treyju félagsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Leik lokið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Red Bull búið að gefast upp á Lawson Formúla 1 Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira
Inter Miami vann 1-0 sigur á Sporting Kansas City í vikunni þar sem Lionel Messi var í liði Inter Miami og skoraði eina mark leiksins. Hann fékk hins vegar ansi óvenjulega beiðni frá dómara eftir leikinn. Dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava er sagður hafa beðið Messi um treyju sína eftir leik en treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal leikmanna og áhugafólks um fótbolta. Ekki kom fram hvort Messi hafði orðið við ósk dómarans en hann fór að minnsta kosti ekki úr henni úti á velli enda sautján stiga frost í Kansas þar sem leikurinn fór fram. En þessi beiðni dómarans hefur dregið dilk á eftir sér. Ortiz Nava var kallaður á fund forráðamanna MLS-deildarinnar og þar er hann sagður hafa viðurkennt að beiðnin hafi verið mistök, beðist afsökunar og sætt sig við refsingu. Ekki kemur fram hver refsingin er. Í samtali Ortiz Nava og starfsmanna deildarinnar kom fram að hann hafi ekki beðið um treyjuna fyrir sig sjálfan heldur fyrir aðila í fjölskylduna sem glímir við fötlun. Þetta skipti þó engu máli og mat deildarinnar að hegðun dómarans hafi ekki verið samkvæmt reglum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar í MLS-deildinni komast í fréttirnar í tengslum við Lionel Messi. Í fyrra var dómari tekinn af leik Inter Miami með eins dags fyrirvara eftir að hafa mætt í hlaðvarpsþátt íklæddur treyju félagsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Leik lokið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Red Bull búið að gefast upp á Lawson Formúla 1 Fleiri fréttir Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira