Sonur Cantonas, Raphaël, varð pabbi í fyrsta sinn í gær þegar kærasta hans, Laura, ól honum dreng.
Cantona birti mynd af litlu fjölskyldunni á Instagram og sagðist fagna komu fyrsta barnabarnsins síns í heiminn. Hann greindi frá því að drengurinn hefði fengið nafnið Cesar og óskaði foreldrunum til hamingju.
Congratulations to Eric Cantona on the birth of his first grandson, Cesar! ❤️🇫🇷 pic.twitter.com/8c2fjLjNPl
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 23, 2025
Drengurinn nýfæddi fékk sannarlega stórt og mikið nafn en ef hann hefur eitthvað í líkingu við persónuleika afa síns mun hann standa undir því.
Nýbakaði faðirinn Raphäel er 37 ára og rekur snyrtivörufyrirtækið Nostra ásamt föðurbróður sínum, Joël. Hann er elsta barn Cantona sem á einnig dæturnar Joséphine og Selmu og soninn Émir. Cantona er tvígiftur.