Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2025 11:39 Frá loðnuveiðum í Faxaflóa. Skipverjar á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU búnir að draga nótina upp að skipshlið. KMU Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld. „Það verður farið á tveimur skipum að austan í kvöld, Polar Ammassak og Aðalsteini Jónssyni,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Tveir vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í hvoru skipi. Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Á siglingarferlum er Árni Friðriksson sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun „Markmiðið er að dekka í stórum dráttum sama svæði og Árni Friðriksson fór yfir fyrr í mánuðinum norðvestan til. Það á sem sagt að kanna hvort meira af hrygningarloðnu á leið til hrygningar hafi bæst við að norðan inn á svæðið. Stefnan er á að reyna að klára verkefnið áður en spáð óveður á föstudeginum skellur á,“ segir Guðmundur. Spurður hvort einkum sé verið að leita að hugsanlegri vestangöngu svarar fiskifræðingurinn: „Þetta beinist að loðnu sem mun annaðhvort ganga vestur fyrir landið eða jafnvel inn að norðurströndinni til hrygningar.“ Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.Einar Árnason Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir að hægt verði að veiða meiri loðnu áður en hún hrygnir og drepst. Sá takmarkaði kvóti, sem gefinn var út fyrir helgi, er vart nema hálfur farmur fyrir helming flotans en er samt talinn geta skilað um eins milljarðs króna útflutningstekjum. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi mátti sjá loðnu landað í Vestmannaeyjum í gærmorgun til heilfrystingar hjá Vinnslustöðinni: Íslenskar útgerðir fengu úthlutað um 4.600 tonna loðnukvóta síðastliðinn fimmtudag. Þá þegar voru útgerðarmenn farnir að þrýsta á að efnt yrði til nýrrar leitar, eins og fjallað var um í þessari frétt: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34 Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21. febrúar 2025 13:37 Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Það verður farið á tveimur skipum að austan í kvöld, Polar Ammassak og Aðalsteini Jónssyni,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Tveir vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í hvoru skipi. Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Á siglingarferlum er Árni Friðriksson sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun „Markmiðið er að dekka í stórum dráttum sama svæði og Árni Friðriksson fór yfir fyrr í mánuðinum norðvestan til. Það á sem sagt að kanna hvort meira af hrygningarloðnu á leið til hrygningar hafi bæst við að norðan inn á svæðið. Stefnan er á að reyna að klára verkefnið áður en spáð óveður á föstudeginum skellur á,“ segir Guðmundur. Spurður hvort einkum sé verið að leita að hugsanlegri vestangöngu svarar fiskifræðingurinn: „Þetta beinist að loðnu sem mun annaðhvort ganga vestur fyrir landið eða jafnvel inn að norðurströndinni til hrygningar.“ Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.Einar Árnason Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir að hægt verði að veiða meiri loðnu áður en hún hrygnir og drepst. Sá takmarkaði kvóti, sem gefinn var út fyrir helgi, er vart nema hálfur farmur fyrir helming flotans en er samt talinn geta skilað um eins milljarðs króna útflutningstekjum. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi mátti sjá loðnu landað í Vestmannaeyjum í gærmorgun til heilfrystingar hjá Vinnslustöðinni: Íslenskar útgerðir fengu úthlutað um 4.600 tonna loðnukvóta síðastliðinn fimmtudag. Þá þegar voru útgerðarmenn farnir að þrýsta á að efnt yrði til nýrrar leitar, eins og fjallað var um í þessari frétt:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34 Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21. febrúar 2025 13:37 Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34
Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21. febrúar 2025 13:37
Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51