Metin sex sem Salah setti í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Mohamed Salah hefur skorað þrjátíu mörk og gefið 21 stoðsendingu í 38 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. getty/Catherine Ivill Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32