Metin sex sem Salah setti í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Mohamed Salah hefur skorað þrjátíu mörk og gefið 21 stoðsendingu í 38 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. getty/Catherine Ivill Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32