„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Laia Codina faðmar Jenni Hermoso, sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu forseta spænska knattspyrnusambandsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál. Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira