„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Laia Codina faðmar Jenni Hermoso, sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu forseta spænska knattspyrnusambandsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál. Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira