„Fyrr skal ég dauður liggja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 11:30 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, veit að hans menn þurfa að gera eitthvað sérstakt ætli þeir að vinna titilinn í vor. Getty/James Gill Vonin er veik en hún er samt enn með lífsmarki þegar kemur að því að enda meira en tveggja áratuga bið Arsenal eftir Englandsmeistaratitli. Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Helgin var samt allt annað en góð fyrir Arsenal menn sem töpuðu á heimavelli sínum á móti West Ham og horfðu síðan Liverpool vinna á heimavelli Englandsmeistara Manchester City daginn eftir. Fyrir vikið er Liverpool komið með ellefu stiga forskot á toppnum og sumir nánast búnir að krýna þá enska meistara í ár. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er hins vegar ekki búinn að gefast upp. „Fyrr skal ég dauður liggja,“ sagði Arteta um hvort að hann væri búinn að gefa upp vonina um titilinn en hann viðurkenndi þó að hans lið þyrftu að gera eitthvað sem hefði ekki sést áður í ensku úrvalsdeildinni. Hann notaði nákvæmtlega orðalagið „Over my dead body“. „Ég mun ekki gefast upp ekki nema að það sé ekki lengur stærðfræðilegur möguleiki. Þú átt enn möguleika og verður að spila alla leiki. Fyrir þremur dögum áttum við skyndilega möguleika á því að minnka forskotið og vera þá einum og hálfum leik frá þeim. Það skiptir ekki máli hver staðan er því þú verður að halda áfram,“ sagði Arteta. „Erfiðleikastuðullinn er hærri núna en fyrir þremur dögum en ef þú ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu alltaf að gera eitthvað sérstakt. Ef við ætlum að vinna ensku úrvalsdeildina í þessum kringumstæðum þá verðum við að gera eitthvað sem enginn hefur séð áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Arteta. Fyrst á dagskrá er leikur á móti spútnikliði Nottingham Forest á útivelli í kvöld. Arteta hrósaði sérstaklega Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. „Hann hefur verið ótrúlegur. Ekki bara hvað hann hefur gert hjá Forest en einnig hvað hann gerði áður hjá Wolves. Það var magnað. Hann getur verið stoltur af því og félagið stolt af honum,“ sagði Arteta. „Það sem þeir hafa gert síðan þeir komu aftur upp í ensku úrvalsdeildina er stórmerkileg saga og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það,“ sagði Arteta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira