Fótbolti

Elísa­bet byrjar á tveimur töpum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir ræðir við sína leikmenn.
Elísabet Gunnarsdóttir ræðir við sína leikmenn. afp/JOSE JORDAN

Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, tapaði 0-1 fyrir Portúgal í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í kvöld. Í hinum leik riðilsins sigruðu Evrópumeistarar Englands heimsmeistara Spánar, 1-0.

Elísabet stýrði Belgíu í fyrsta sinn þegar liðið tapaði fyrir Spáni, 3-2, á föstudaginn. Belgar komust í 0-2 gegn heimsmeisturunum en urðu að sætta sig við sárt tap.

Elísabet stýrði belgíska liðinu í fyrsta sinn á heimavelli í kvöld en leikið var á Den Dreef í Herleve.

Áhorfendur sáu aðeins eitt mark í kvöld en það gerði Carole Costa úr vítaspyrnu á 51. mínútu.

Belgía er án stiga í riðli 3 en Portúgal er með fjögur stig, líkt og England sem vann Spán á Wembley í kvöld. Jessica Park, leikmaður Manchester City, skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu.

England og Spánn mættust í úrslitaleik HM 2023 þar sem Spánverjar höfðu betur, 1-0. Spænska liðið er með þrjú stig í riðli 3 eftir sigurinn á Belgíu á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×