Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:22 Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir jákvætt að það haldi áfram að draga úr verðbólgu og gefa von um frekari lækkun stýrivaxta. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið minni hér á landi í fjögur ár en hún mælist nú 4,2 prósent. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir þetta auka líkur á að Seðlabankinn stígi stærri skref í stýrivaxtalækkunarferli sínu. Ákveðin óvissa fylgi þó yfirlýsingum Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“ Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22