Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 15:05 Hátíðin byrjar alltaf á hópreið út á Mývatni þar sem þátttakan er alltaf góð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt. Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend
Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira