Handbolti

„Við vorum ó­geðs­lega flottir í þessum tveimur leikjum“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Stjörnunnar létu vel í sér heyra í stúkunni.
Stuðningsmenn Stjörnunnar létu vel í sér heyra í stúkunni. Vísir/Anton Brink

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hefði viljað nýta meðbyrinn sem félagið var með um miðjan seinni hálfleikinn betur en Stjarnan tapaði 31-25 fyrir Fram í úrslitum Powerade-bikarsins í dag.

„Hann varði helvíti mikið frá okkur úr dauðafærum. Það fór mikil orka í seinni hálfleiknum í að koma til baka. Ég held að þeir hafi bara verið aðeins betri en við í dag,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Fram í úrslitum Powerade-bikarsins.

Stjarnan var alltaf inni í leiknum þar til alveg undir blálokin en náði ekki að taka skrefið í seinni hálfleiknum að komast yfir.

„Við misstum þá fram úr í lokin eftir smá klaufaskap. Eftir korter í fyrri hálfleik þegar við náðum að jafna þá hefði ég viljað nýta þann meðbyr.“

„Ég er ekkert eðlilega ánægður með Garðbæinga og að sjá allt þetta fólk hérna. Þau hjálpuðu okkur ekkert eðlilega mikið. Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum, geggjað og eitthvað til að byggja ofan á,“ sagði Hrannar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×