Viðskipti innlent

64 sagt upp í þremur hóp­upp­sögnum

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar

Vinnumálastofnun bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í nýliðnum febrúarmánuði.

Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir að alls hafi 64 starfsmönnum verið sagt upp störfum í umræddum hópuppsögnum sem voru á sviðum fólksflutninga, matvælaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu.

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í maí.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.


Greint var frá því í gær að 23 af 28 starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi hafi verið sagt upp fyrir helgi.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar, en þar var 22 starfsmönnum var þar sagt upp á sviði heilbrigðisþjónustu. Var um að ræða uppsagnir hjá Sidekick Health.


Tengdar fréttir

Sögðu 23 starfsmönnum slátur­hússins upp

Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×