Eldrauður dagur í Kauphöllinni Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 16:53 Staðan var verri í lok dags en þegar kauphallarbjöllunni frægu var hringt í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag. Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag.
Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira