Í tilkynningu segir að við stöndum á tímamótum í uppbyggingu flutningskerfisins, sem sé lykilinnviður fyrir orkuskipti og orkuöryggi þjóðarinnar.
„En hvernig tryggjum við þessa mikilvægu innviði í umhverfi sem er síbreytilegt og krefjandi? Við munum fjalla um þessar áskoranir og hvernig við tryggjum að flutningskerfið standi undir kröfunum sem eru gerðar til þessarar lífæðar Íslands,“ segir í tilkynningu frá Landsneti.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilanum að neðan.
Dagskrá fundarins
Framtíðin er annað land.
Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður
Ávörp
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Magnast spennan? Orkuöryggi í breyttu umhverfi
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets
Hvernig mætum við framtíðinni?
Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipa- og kerfisþróunar, og Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri eigna og rekstur.
Ljós heimsins - raforka er krítískur þáttur í þjóðaröryggi
Sóley Kaldal áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur.