Rikki G skilar lyklunum að FM957 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. mars 2025 09:38 Egill Ploder tekur við starfi Rikka sem dagskrárstjóri FM957. Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira