Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2025 15:03 Pizza er ekki það sama og pizza, líkt og Ásmundur bendir á. Vísir/Einar Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá pizzastaðnum. Þar segir að fyrir hádegi í dag hafi starfsfólk allra verslana verið á fullu. Gerðar hafi verið um fjögur þúsund pizzur til að senda í grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu. Gera megi ráð fyrir að um þrettán til fimmtán þúsund nemendur hafi gætt sér á Domino’s pizzu í hádeginu. Vísi telst því til að pantaðar hafi verið pizzur fyrir rúmar tíu milljónir króna. Pizzan þurfi ekki að vera óholl Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's segir í samtali við Vísi málið sýna fram á sérstöðu keðjunnar hér á landi. Fáir staðir geti tekið við viðlíka magni pantanna og komið á alla staði fyrir hádegi. „Svo hjálpumst við öll að og líka við fólkið á skrifstofunni, við hjálpuðum til og fórum meðal annars með sendingu í Kársnesskóla. Það er geðveikt að labba inn með pizzur í skólana þar sem allt er fullt af krökkum í búningum, þetta er klárlega orðin hefð,“ segir Ásmundur. Spurður hvort einhverjir foreldrar séu ekki hvumsa yfir því að börn þeirra úði í sig pizzum í hádeginu í skólanum bendir Ásmundur á að það sé algengur misskilningur að pizza þurfi að vera óholl. Hann segir það enn lifa í sinni minningu þegar pöntuð hafi verið pizza í skólann. „Þetta snýst allt um að hafa gaman, sérstaklega á degi sem þessum, að fagna Öskudeginum almennilega og þá er frábært að gera sér dagamun og panta pizzu,“ segir Ásmundur sem segir ljóst að þetta sé töluverður fjöldi af skólum sem haldi í þessa hefð á Öskudegi. Brauðstangir og árshátíð í kvöld Í tilkynningu frá pizzastaðnum kemur fram að auk þessa hafi myndast sú hefð að gefa þeim krökkum sem mæti í verslanir Domino's á Öskudegi að syngja brauðstangir. Steinar Bragi Sigurðsson forstjóri lætur hafa eftir sér að það sé frábært hvað Öskudagur sé líflegur hjá Domino's. „Starfsfólk Domino‘s stóð sig frábærlega, enda sérfræðingar í að takast á við svona áskoranir og vinna undir álagi. Við erum einstaklega stolt af því að getað klárað svona stórar pantanir og hversu vel þetta gekk,“ segir Steinar Bragi. Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir annasaman dag ætli starfsfólk Domino's að gera sér glaðan dag í kvöld. Haldin verður árshátíð og því munu allar Domino’s verslanir loka kl. 17:00 í dag. Öskudagur Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá pizzastaðnum. Þar segir að fyrir hádegi í dag hafi starfsfólk allra verslana verið á fullu. Gerðar hafi verið um fjögur þúsund pizzur til að senda í grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu. Gera megi ráð fyrir að um þrettán til fimmtán þúsund nemendur hafi gætt sér á Domino’s pizzu í hádeginu. Vísi telst því til að pantaðar hafi verið pizzur fyrir rúmar tíu milljónir króna. Pizzan þurfi ekki að vera óholl Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's segir í samtali við Vísi málið sýna fram á sérstöðu keðjunnar hér á landi. Fáir staðir geti tekið við viðlíka magni pantanna og komið á alla staði fyrir hádegi. „Svo hjálpumst við öll að og líka við fólkið á skrifstofunni, við hjálpuðum til og fórum meðal annars með sendingu í Kársnesskóla. Það er geðveikt að labba inn með pizzur í skólana þar sem allt er fullt af krökkum í búningum, þetta er klárlega orðin hefð,“ segir Ásmundur. Spurður hvort einhverjir foreldrar séu ekki hvumsa yfir því að börn þeirra úði í sig pizzum í hádeginu í skólanum bendir Ásmundur á að það sé algengur misskilningur að pizza þurfi að vera óholl. Hann segir það enn lifa í sinni minningu þegar pöntuð hafi verið pizza í skólann. „Þetta snýst allt um að hafa gaman, sérstaklega á degi sem þessum, að fagna Öskudeginum almennilega og þá er frábært að gera sér dagamun og panta pizzu,“ segir Ásmundur sem segir ljóst að þetta sé töluverður fjöldi af skólum sem haldi í þessa hefð á Öskudegi. Brauðstangir og árshátíð í kvöld Í tilkynningu frá pizzastaðnum kemur fram að auk þessa hafi myndast sú hefð að gefa þeim krökkum sem mæti í verslanir Domino's á Öskudegi að syngja brauðstangir. Steinar Bragi Sigurðsson forstjóri lætur hafa eftir sér að það sé frábært hvað Öskudagur sé líflegur hjá Domino's. „Starfsfólk Domino‘s stóð sig frábærlega, enda sérfræðingar í að takast á við svona áskoranir og vinna undir álagi. Við erum einstaklega stolt af því að getað klárað svona stórar pantanir og hversu vel þetta gekk,“ segir Steinar Bragi. Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir annasaman dag ætli starfsfólk Domino's að gera sér glaðan dag í kvöld. Haldin verður árshátíð og því munu allar Domino’s verslanir loka kl. 17:00 í dag.
Öskudagur Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira