Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 20:02 Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem Ragnar Sigurður Kristjánsson vann. Vísir/Margrét Helga Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03