Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 8. mars 2025 22:00 Jakob með viðurkenningarskjalið fyrir sigurinn í hönd. Með honum er Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Íslensks lambakjöts. Aðsend Jakob Leó Ægisson vann í dag lambakjötskeppni á Matarmarkaði Íslands. Keppnin snerist um að elda kvöldmat á korteri með íslensku lambi. Keppnin er fyrsta kokkakeppnin sem Jakob vinnur en hann er aðeins þrettán ára gamall. Bróðir hans, Markús Júlían, var aðstoðarkokkurinn hans. Jakob eldaði í keppninni lambasnitsel með kremuðu toppkáli og rabbabarasultu í brúnu smjöri á fimmtán mínútum. Hann eldaði svo réttinn aftur í kvöld fyrir fjölskyldu sína. Uppskriftina að sigurréttinum má finna neðst í greininni. „Við vorum að keppast um að elda góðan lambakjötsrétt á korteri, til að sýna að það er auðvelt að finna góðan og einfaldan lambarétt,“ segir Jakob í samtali við fréttastofu. Hann segir uppskriftina hafa verið afrakstur samvinnu hans og föður hans, kokksins Ægis Friðrikssonar, sem stakk upp á því í gær við Jakob að hann tæki þátt í keppninni. Byrjaði að baka fjögurra „Ég kom með hugmyndina að snitseli og pabbi stakk upp á því að hafa rabbabarasultu með. Hitt kom svo bara frá pabba. Það er eitthvað sem honum finnst gott þannig ég prófaði það. Pabbi er kokkur þannig hann veit hvað er gott. Hann er að kenna mér.“ Jakob er að fermast í vor og segir þetta fyrstu kokkakeppnina sína. Hann á von á því að fá jafnvel einhverjar kokkagræjur í fermingargjöf. Snitselið sem Jakob vann keppnina með.Aðsend Jakob byrjaði að baka fjögurra ára. „Þetta hefur bara verið mitt uppáhalds frá því þá,“ segir Jakob sem stefnir á að feta í fótspor föður síns og verða kokkur. „Það er hægt að gera allt. Það er hægt að gera kökur og hægt að gera eitthvað við hvaða tilefni sem er. Svo er það handavinnan sem ég er mikið fyrir,“ segir Jakob um það hvað honum finnst skemmtilegast við að elda. Hann segist elda eftir uppskrift en líka eftir tilfinningu. „Ég set stundum eitthvað út í sem ég veit að gæti verið gott en svo er ég með uppskriftir úr bókum og af netinu.“ Má gera mistök með lambakjöti Keppnin var haldin af Matarmarkaði Íslands, sem stendur yfir um helgina í Hörpu, og Íslensku lambakjöti. „Við viljum sýna að lambið er fljóteldað og auðvelt þegar réttir bitar eru í boði fyrir neytendur. Korter getur vel dugað til að framreiða hollan, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna og það má gera mistök - því íslenska lambakjötið fyrirgefur,“ sagði í auglýsingu fyrir keppnina. Reglurnar voru nokkuð einfaldar. Keppa mátti sem einstaklingur eða lið og átti hvert lið að leggja upp með að elda rétt sem passaði „uppteknu nútímafólki í dagsins önn“. Allir voru skyldaðir til að nota lamba„mínútusteik“ sem eru þunnar sneiðar úr innralæri lambsins. Elda mátti kjötið hvernig sem er. Keppnishaldari skaffaði áhöld og diska en keppendur áttu að koma með annað hráefni en lambið. Að eldun lokinni átti svo að setja þrjá skammta af lambakjöti á disk fyrir dómnefnd. Dómnefnd gaf svo stig fyrir vinnubrögð, útlit réttarins og bragð. Mesta vægi hafði það síðasta, eða 60 prósent. Uppskriftin að sigurréttinum: Lamba “schnitzel” með kremuðu hvítkáli, brúnuðu rósmarín-smjöri og rabbabarasultu Fyrir fjóra Lamba schnitzel: 500 gr lambamínútusteik (sneiðar úr innanlærisvöðva eða álíka) 2 stk. Egg 100 ml. Mjólk 100 gr. hveiti Olía til steikingar 50 gr. Smjör Salt og pipar eftir smekk Aðferð: 1. Leggðu lambamínútusteikurnar á skurðarbretti og skerðu í sneiðina en ekki alla leið og flettu þeim eins og bók svo þær verði þynnri, eða notaðu kjöthamar til að fletja sneiðarnar svo þær verði uþb. 1.5 cm. Þykkar. 2. Settu egg og mjólk í fat og krydfaðu með salt og pipar, þeyttu með gaffli svo eggin samlagist vel mjólkinni. 3. Settu hveiti og rasp í sitthvort fatið og leggðu fötin í röð þar sem hveiti er fyrst og enda á raspinum. 4. Leggðu lambakjötið í hveitið og svo í eggin og síðast í raspinn, endurtaktu þetta þar til allar sneiðarnar eru hjúpðar. 5. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu olíu á pönnuna og leggðu síðan sneiðarnar á pönnuna og steiktu þær þar til fallega brúnar. 6. Settu smá smjör á pönnuna í lokin og láttu það freyða aðeins. 7. Þerraðu sneiðarnar og geymdu þær á heitum stað þar til borðið fram. Kremað hvítkál: Innihald: 300 gr. Hvítkál eða toppkál 2 rif hvítlaukur 2 greinar timian 100 ml. Rjómi 30 gr. Smjör Salt og pipar Aðferð: 1. Saxaðu hvítlauk og timian og hitaðu smá smjör í potti og steiktu aðeins en gættu að brúna ekki laukinn um of. 2. Skerðu hvítkálið í strimla og settu bættu í pottinn og eldaðu aðeins, bættu rjóma og hækkaðu hitann að suðu og haltu suðunni þar til rjóminn þykknar, settu lok á pottinn og lækkaðu hitann og láttu krauma í 10 mínútur. Brúnað smjör með rabbabarasultu: 100 gr. Smjör 2 greinar rósmarín 100 gr. Rabbabara sulta 10 gr. Balsamik edik Aðferð: 1. Hitaðu pott og bræddu smjörið við vægan hita og láttu það krauma þar til að fer að freyða. 2. Pillaðu laufin af rósmarín greinunum og settu það saman við smjörið og leyfðu það steikjast þar til laufin verða stökk. 3. Bættu balsamik edikinu í pottinn ásamt sultunni. Berðu réttin fram með grænu salati eða sprettum. Matur Börn og uppeldi Landbúnaður Lambakjöt Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Jakob eldaði í keppninni lambasnitsel með kremuðu toppkáli og rabbabarasultu í brúnu smjöri á fimmtán mínútum. Hann eldaði svo réttinn aftur í kvöld fyrir fjölskyldu sína. Uppskriftina að sigurréttinum má finna neðst í greininni. „Við vorum að keppast um að elda góðan lambakjötsrétt á korteri, til að sýna að það er auðvelt að finna góðan og einfaldan lambarétt,“ segir Jakob í samtali við fréttastofu. Hann segir uppskriftina hafa verið afrakstur samvinnu hans og föður hans, kokksins Ægis Friðrikssonar, sem stakk upp á því í gær við Jakob að hann tæki þátt í keppninni. Byrjaði að baka fjögurra „Ég kom með hugmyndina að snitseli og pabbi stakk upp á því að hafa rabbabarasultu með. Hitt kom svo bara frá pabba. Það er eitthvað sem honum finnst gott þannig ég prófaði það. Pabbi er kokkur þannig hann veit hvað er gott. Hann er að kenna mér.“ Jakob er að fermast í vor og segir þetta fyrstu kokkakeppnina sína. Hann á von á því að fá jafnvel einhverjar kokkagræjur í fermingargjöf. Snitselið sem Jakob vann keppnina með.Aðsend Jakob byrjaði að baka fjögurra ára. „Þetta hefur bara verið mitt uppáhalds frá því þá,“ segir Jakob sem stefnir á að feta í fótspor föður síns og verða kokkur. „Það er hægt að gera allt. Það er hægt að gera kökur og hægt að gera eitthvað við hvaða tilefni sem er. Svo er það handavinnan sem ég er mikið fyrir,“ segir Jakob um það hvað honum finnst skemmtilegast við að elda. Hann segist elda eftir uppskrift en líka eftir tilfinningu. „Ég set stundum eitthvað út í sem ég veit að gæti verið gott en svo er ég með uppskriftir úr bókum og af netinu.“ Má gera mistök með lambakjöti Keppnin var haldin af Matarmarkaði Íslands, sem stendur yfir um helgina í Hörpu, og Íslensku lambakjöti. „Við viljum sýna að lambið er fljóteldað og auðvelt þegar réttir bitar eru í boði fyrir neytendur. Korter getur vel dugað til að framreiða hollan, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna og það má gera mistök - því íslenska lambakjötið fyrirgefur,“ sagði í auglýsingu fyrir keppnina. Reglurnar voru nokkuð einfaldar. Keppa mátti sem einstaklingur eða lið og átti hvert lið að leggja upp með að elda rétt sem passaði „uppteknu nútímafólki í dagsins önn“. Allir voru skyldaðir til að nota lamba„mínútusteik“ sem eru þunnar sneiðar úr innralæri lambsins. Elda mátti kjötið hvernig sem er. Keppnishaldari skaffaði áhöld og diska en keppendur áttu að koma með annað hráefni en lambið. Að eldun lokinni átti svo að setja þrjá skammta af lambakjöti á disk fyrir dómnefnd. Dómnefnd gaf svo stig fyrir vinnubrögð, útlit réttarins og bragð. Mesta vægi hafði það síðasta, eða 60 prósent. Uppskriftin að sigurréttinum: Lamba “schnitzel” með kremuðu hvítkáli, brúnuðu rósmarín-smjöri og rabbabarasultu Fyrir fjóra Lamba schnitzel: 500 gr lambamínútusteik (sneiðar úr innanlærisvöðva eða álíka) 2 stk. Egg 100 ml. Mjólk 100 gr. hveiti Olía til steikingar 50 gr. Smjör Salt og pipar eftir smekk Aðferð: 1. Leggðu lambamínútusteikurnar á skurðarbretti og skerðu í sneiðina en ekki alla leið og flettu þeim eins og bók svo þær verði þynnri, eða notaðu kjöthamar til að fletja sneiðarnar svo þær verði uþb. 1.5 cm. Þykkar. 2. Settu egg og mjólk í fat og krydfaðu með salt og pipar, þeyttu með gaffli svo eggin samlagist vel mjólkinni. 3. Settu hveiti og rasp í sitthvort fatið og leggðu fötin í röð þar sem hveiti er fyrst og enda á raspinum. 4. Leggðu lambakjötið í hveitið og svo í eggin og síðast í raspinn, endurtaktu þetta þar til allar sneiðarnar eru hjúpðar. 5. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu olíu á pönnuna og leggðu síðan sneiðarnar á pönnuna og steiktu þær þar til fallega brúnar. 6. Settu smá smjör á pönnuna í lokin og láttu það freyða aðeins. 7. Þerraðu sneiðarnar og geymdu þær á heitum stað þar til borðið fram. Kremað hvítkál: Innihald: 300 gr. Hvítkál eða toppkál 2 rif hvítlaukur 2 greinar timian 100 ml. Rjómi 30 gr. Smjör Salt og pipar Aðferð: 1. Saxaðu hvítlauk og timian og hitaðu smá smjör í potti og steiktu aðeins en gættu að brúna ekki laukinn um of. 2. Skerðu hvítkálið í strimla og settu bættu í pottinn og eldaðu aðeins, bættu rjóma og hækkaðu hitann að suðu og haltu suðunni þar til rjóminn þykknar, settu lok á pottinn og lækkaðu hitann og láttu krauma í 10 mínútur. Brúnað smjör með rabbabarasultu: 100 gr. Smjör 2 greinar rósmarín 100 gr. Rabbabara sulta 10 gr. Balsamik edik Aðferð: 1. Hitaðu pott og bræddu smjörið við vægan hita og láttu það krauma þar til að fer að freyða. 2. Pillaðu laufin af rósmarín greinunum og settu það saman við smjörið og leyfðu það steikjast þar til laufin verða stökk. 3. Bættu balsamik edikinu í pottinn ásamt sultunni. Berðu réttin fram með grænu salati eða sprettum.
Matur Börn og uppeldi Landbúnaður Lambakjöt Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira