Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 11:13 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör. Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil.
Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55