Aðalfundurinn fer fram á Nauthóli í Reykjavík klukkan fjögur síðdegis á föstudag. Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 8. mars.
Arnar Þór Másson, Bjarni Þorvarðarson, Jón Sigurðsson, Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir gefa öll áfram kost á sér til stjórnarsetu. Í samræmi við samþykktir félagsins skulu fimm stjórnarmenn kjörnir af aðalfundi á hverju ári og er því sjálfkjörið í stjórnina.
Eyjólfur Árni Rafnsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Steinunn Kristín Þórðardóttir voru tilnefnd í þriggja manna tilnefningarnefnd. Eru þau því einnig sjálfkjörin.