Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 10:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á Old Trafford á leik Manchester United og Arsenal um helgina. afp/Paul ELLIS Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira