Fótbolti

Orri nýr fyrir­liði Ís­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/Hulda Margrét

Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla.

Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu.

Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði.

Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu.

Greinin er í vinnslu...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×