„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. mars 2025 21:27 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir mynda saman þjálfarateymi Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. „Við spilum enga vörn hérna í fyrri hálfleik, sem betur fer kom hún aðeins í seinni hálfleik. Þær voru bara betri á öllum sviðum í dag,“ sagði Díana. Aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik´, Fram með forystuna. Haukar hófu síðari hálfleikinn afleitlega og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á meðan Fram skoraði sex mörk. Díana var með einfaldar skýringar á því af hverju liðinu gekk svona illa á þeim kafla. „Það var bara farið út úr skipulagi og ekki spilað eins og var lagt upp með í hálfleik.“ Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, þrisvar í deild og svo í bikarúrslitum sem fram fóru fyrir aðeins 11 dögum. Haukar hafa tapað öllum leikjunum í deildinni en eru þó ríkjandi bikarmeistarar. Díana viðurkennir að með tapinu í kvöld sé það ljóst að liðið mun enda á eftir Val og Fram í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveimur stigum munar á Haukum og Fram og fjórar umferðir eftir af tímabilinu. „Við vorum að vinna þær með fimm mörkum fyrir nokkrum dögum síðan. Þannig að við þurfum bara að skoða þetta vel og förum yfir þetta. Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið.“ Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því ljóst á orðum Díönu að Haukar munu fara lengri leiðina ef liðið ætlar að koma sér í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Díana var því spurð hvort hægt væri að líta á það með jákvæðum augum að fá fleiri keppnisleiki. „Auðvitað hefðum við viljað aðeins pásu. Við erum með markmanninn [Söru Sif Helgadóttur] í meiðslum, hefðum kannski viljað missa hana. hún meiðist þarna í landsliðspásunni og það skiptir máli. Við verðum bara að skoða hvenær hún kemur inn og hvort hún kemur inn. Við tökum bara þessu, alltaf gaman að keppa,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Fram Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
„Við spilum enga vörn hérna í fyrri hálfleik, sem betur fer kom hún aðeins í seinni hálfleik. Þær voru bara betri á öllum sviðum í dag,“ sagði Díana. Aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik´, Fram með forystuna. Haukar hófu síðari hálfleikinn afleitlega og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á meðan Fram skoraði sex mörk. Díana var með einfaldar skýringar á því af hverju liðinu gekk svona illa á þeim kafla. „Það var bara farið út úr skipulagi og ekki spilað eins og var lagt upp með í hálfleik.“ Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, þrisvar í deild og svo í bikarúrslitum sem fram fóru fyrir aðeins 11 dögum. Haukar hafa tapað öllum leikjunum í deildinni en eru þó ríkjandi bikarmeistarar. Díana viðurkennir að með tapinu í kvöld sé það ljóst að liðið mun enda á eftir Val og Fram í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveimur stigum munar á Haukum og Fram og fjórar umferðir eftir af tímabilinu. „Við vorum að vinna þær með fimm mörkum fyrir nokkrum dögum síðan. Þannig að við þurfum bara að skoða þetta vel og förum yfir þetta. Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið.“ Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því ljóst á orðum Díönu að Haukar munu fara lengri leiðina ef liðið ætlar að koma sér í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Díana var því spurð hvort hægt væri að líta á það með jákvæðum augum að fá fleiri keppnisleiki. „Auðvitað hefðum við viljað aðeins pásu. Við erum með markmanninn [Söru Sif Helgadóttur] í meiðslum, hefðum kannski viljað missa hana. hún meiðist þarna í landsliðspásunni og það skiptir máli. Við verðum bara að skoða hvenær hún kemur inn og hvort hún kemur inn. Við tökum bara þessu, alltaf gaman að keppa,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Fram Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita