Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 10:01 Orri Steinn Óskarsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu en í næsta landsleik verður hann kominn með fyrirliðabandið. AFP/Attila KISBENEDEK Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og það þrátt fyrir að vera ekki búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Hann nær þó hvorki metinu yfir yngsta fyrirliða Íslands í karlalandsleik, hvorki í vináttuleik né í keppnisleik. Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM) Landslið karla í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira