Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 13:03 Donatella Versace fyrir miðju ásamt Clooney hjónunum George og Amal á góðgerðarviðburði þeirra í New York árið 2023. EPA-EFE/Eduardo Munoz Alvarez Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace) Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace)
Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira