Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 12:33 Heimir Hallgrímsson er á leið í umspilsleiki við Búlgaríu um sæti í B-deild Þjóðadeildar, rétt eins og íslenska landsliðið sem mætir Kósovó í sams konar umspili. AP/Yorgos Karahalis Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra í fótbolta, vill gera sitt til að draga úr mikilli togstreitu sem virðist vera á milli írsku úrvalsdeildarinnar og írska knattspyrnusambandsins. Glas af öli og spjall við háværustu þjálfara írsku deildarinnar gæti verið lausnin. „Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir samkvæmt frétt Irish Mirror. Mennirnir sem hann vill spjalla við eru Stephen Bradley og goðsögnin Damien Duff sem báðir stýra liðum í írsku deildinni. Duff stýrir Shelbourne og ku hafa ítrekað hraunað yfir írska sambandið og kallað það „stærsta vandræðabarn“ írskra íþrótta. Bradley stýrir Shamrock Rovers og reiddist vegna ummæla Heimis eftir að Shamrock komst áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Heimir kvaðst vonast til að árangur Shamrock færði leikmönnum liðsins stærri tækifæri og að auðveldara væri að velja leikmenn í landsliðið sem væru að spila reglulega í aðdraganda landsleikja, en írska deildin er sumardeild eins og sú íslenska. Þessu tók Bradley sem svo að leikmenn ættu að fara frá Shamrock til að eiga meiri möguleika á að komast í írska landsliðið. „Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley í síðasta mánuði. Heimir útskýrði ummæli sín í vinsælasta spjallþætti írska sjónvarpsins, The Late Late Show, fyrir viku og svo aftur á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Ef ég orðaði hlutina þannig að leikmenn þyrftu að fara [úr írsku deildinni] til að komast í landsliðið þá var það alls ekki meiningin. Enskan mín er ekki fullkomin en ég biðst afsökunar ef ég orðaði hlutina rangt. Þetta var alls ekki það sem ég átti við,“ sagði Heimir í gær. „Átti ekki að vera nein vanvirðing“ „Ef horft er til baka á ferilinn minn sem landsliðsþjálfari þá hef ég reglulega tekið inn leikmenn sem spila í heimalandinu, bæði úr íslensku og jamaísku deildinni. Ég tek reglulega inn leikmenn úr landsdeildinni, til að hrista upp í hlutunum og sýna deildinni virðingu, sérstaklega þegar menn gera eins vel og Shamrock Rovers gerði. Þetta átti ekki að vera nein vanvirðing við írsku deildina. Ef að þetta kom þannig út þá er ég maður til að biðjast afsökunar á því,“ sagði Heimir. Hann tók undir að svo virtist sem að það væri mikil togstreita á milli írsku deildarinnar og írska knattspyrnusambandsins en benti á að allir væru með sama markmið, um að bæta írskan fótbolta. Hann fór og hitti leikmenn og þjálfara hjá tveimur liðum í írsku deildinni í þessari viku, Sligo Roves og Finn Harps, sem gæti hjálpað til við að lægja öldurnar. Damien Duff á að baki hundrað landsleiki fyrir Írland og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni, til að mynda með Chelsea. Heimir ætlar að setjast niður með honum og fara yfir málin.AP/Alastair Grant „Við fórum á æfingar og fylgdumst með. Ég get ekki gert allt í einu. Ég mun ekki laga það sem er að í írskum fótbolta en ég mun svo sannarlega reyna. Ég mun leggja hart að mér. Ég hef talað við Damien [Duff] og myndi vilja setjast niður með honum yfir kaffibolla. Ég mun gera það. En ekki bara til að ég tali við þá, þeir geta líka talað við mig. Þetta virkar í báðar áttir. Það er einhver stífla þarna sem ég held að komi úr fortíðinni. Ég myndi vilja að hlutirnir væru betri því við erum öll í sama bátnum. Ég ætla ekki að lofa neinu sem þið getið hankað mig á. En þetta er það sem ég ætla að gera. Eftir [leikina við Búlgaríu] höfum við tíma fram að næstu leikjum sem verða í sumar. Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir og kvaðst í raun ekki alveg botna í því af hverju þessar deilur væru á milli írska sambandsins og írsku deildarinnar. „Manni líður alla vega þannig [að það andi köldu þarna á milli]. Að minnsta kosti miðað við fjölmiðla þá virðist þetta vera slagur. Ég skil ekkert í því vegna þess að ef landsliðinu gengur vel þá græðir írska deildin á því og ef að írsku deildinni gengur vel þá græðir landsliðið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir samkvæmt frétt Irish Mirror. Mennirnir sem hann vill spjalla við eru Stephen Bradley og goðsögnin Damien Duff sem báðir stýra liðum í írsku deildinni. Duff stýrir Shelbourne og ku hafa ítrekað hraunað yfir írska sambandið og kallað það „stærsta vandræðabarn“ írskra íþrótta. Bradley stýrir Shamrock Rovers og reiddist vegna ummæla Heimis eftir að Shamrock komst áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Heimir kvaðst vonast til að árangur Shamrock færði leikmönnum liðsins stærri tækifæri og að auðveldara væri að velja leikmenn í landsliðið sem væru að spila reglulega í aðdraganda landsleikja, en írska deildin er sumardeild eins og sú íslenska. Þessu tók Bradley sem svo að leikmenn ættu að fara frá Shamrock til að eiga meiri möguleika á að komast í írska landsliðið. „Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley í síðasta mánuði. Heimir útskýrði ummæli sín í vinsælasta spjallþætti írska sjónvarpsins, The Late Late Show, fyrir viku og svo aftur á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Ef ég orðaði hlutina þannig að leikmenn þyrftu að fara [úr írsku deildinni] til að komast í landsliðið þá var það alls ekki meiningin. Enskan mín er ekki fullkomin en ég biðst afsökunar ef ég orðaði hlutina rangt. Þetta var alls ekki það sem ég átti við,“ sagði Heimir í gær. „Átti ekki að vera nein vanvirðing“ „Ef horft er til baka á ferilinn minn sem landsliðsþjálfari þá hef ég reglulega tekið inn leikmenn sem spila í heimalandinu, bæði úr íslensku og jamaísku deildinni. Ég tek reglulega inn leikmenn úr landsdeildinni, til að hrista upp í hlutunum og sýna deildinni virðingu, sérstaklega þegar menn gera eins vel og Shamrock Rovers gerði. Þetta átti ekki að vera nein vanvirðing við írsku deildina. Ef að þetta kom þannig út þá er ég maður til að biðjast afsökunar á því,“ sagði Heimir. Hann tók undir að svo virtist sem að það væri mikil togstreita á milli írsku deildarinnar og írska knattspyrnusambandsins en benti á að allir væru með sama markmið, um að bæta írskan fótbolta. Hann fór og hitti leikmenn og þjálfara hjá tveimur liðum í írsku deildinni í þessari viku, Sligo Roves og Finn Harps, sem gæti hjálpað til við að lægja öldurnar. Damien Duff á að baki hundrað landsleiki fyrir Írland og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni, til að mynda með Chelsea. Heimir ætlar að setjast niður með honum og fara yfir málin.AP/Alastair Grant „Við fórum á æfingar og fylgdumst með. Ég get ekki gert allt í einu. Ég mun ekki laga það sem er að í írskum fótbolta en ég mun svo sannarlega reyna. Ég mun leggja hart að mér. Ég hef talað við Damien [Duff] og myndi vilja setjast niður með honum yfir kaffibolla. Ég mun gera það. En ekki bara til að ég tali við þá, þeir geta líka talað við mig. Þetta virkar í báðar áttir. Það er einhver stífla þarna sem ég held að komi úr fortíðinni. Ég myndi vilja að hlutirnir væru betri því við erum öll í sama bátnum. Ég ætla ekki að lofa neinu sem þið getið hankað mig á. En þetta er það sem ég ætla að gera. Eftir [leikina við Búlgaríu] höfum við tíma fram að næstu leikjum sem verða í sumar. Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir og kvaðst í raun ekki alveg botna í því af hverju þessar deilur væru á milli írska sambandsins og írsku deildarinnar. „Manni líður alla vega þannig [að það andi köldu þarna á milli]. Að minnsta kosti miðað við fjölmiðla þá virðist þetta vera slagur. Ég skil ekkert í því vegna þess að ef landsliðinu gengur vel þá græðir írska deildin á því og ef að írsku deildinni gengur vel þá græðir landsliðið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira