Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 12:33 Heimir Hallgrímsson er á leið í umspilsleiki við Búlgaríu um sæti í B-deild Þjóðadeildar, rétt eins og íslenska landsliðið sem mætir Kósovó í sams konar umspili. AP/Yorgos Karahalis Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra í fótbolta, vill gera sitt til að draga úr mikilli togstreitu sem virðist vera á milli írsku úrvalsdeildarinnar og írska knattspyrnusambandsins. Glas af öli og spjall við háværustu þjálfara írsku deildarinnar gæti verið lausnin. „Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir samkvæmt frétt Irish Mirror. Mennirnir sem hann vill spjalla við eru Stephen Bradley og goðsögnin Damien Duff sem báðir stýra liðum í írsku deildinni. Duff stýrir Shelbourne og ku hafa ítrekað hraunað yfir írska sambandið og kallað það „stærsta vandræðabarn“ írskra íþrótta. Bradley stýrir Shamrock Rovers og reiddist vegna ummæla Heimis eftir að Shamrock komst áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Heimir kvaðst vonast til að árangur Shamrock færði leikmönnum liðsins stærri tækifæri og að auðveldara væri að velja leikmenn í landsliðið sem væru að spila reglulega í aðdraganda landsleikja, en írska deildin er sumardeild eins og sú íslenska. Þessu tók Bradley sem svo að leikmenn ættu að fara frá Shamrock til að eiga meiri möguleika á að komast í írska landsliðið. „Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley í síðasta mánuði. Heimir útskýrði ummæli sín í vinsælasta spjallþætti írska sjónvarpsins, The Late Late Show, fyrir viku og svo aftur á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Ef ég orðaði hlutina þannig að leikmenn þyrftu að fara [úr írsku deildinni] til að komast í landsliðið þá var það alls ekki meiningin. Enskan mín er ekki fullkomin en ég biðst afsökunar ef ég orðaði hlutina rangt. Þetta var alls ekki það sem ég átti við,“ sagði Heimir í gær. „Átti ekki að vera nein vanvirðing“ „Ef horft er til baka á ferilinn minn sem landsliðsþjálfari þá hef ég reglulega tekið inn leikmenn sem spila í heimalandinu, bæði úr íslensku og jamaísku deildinni. Ég tek reglulega inn leikmenn úr landsdeildinni, til að hrista upp í hlutunum og sýna deildinni virðingu, sérstaklega þegar menn gera eins vel og Shamrock Rovers gerði. Þetta átti ekki að vera nein vanvirðing við írsku deildina. Ef að þetta kom þannig út þá er ég maður til að biðjast afsökunar á því,“ sagði Heimir. Hann tók undir að svo virtist sem að það væri mikil togstreita á milli írsku deildarinnar og írska knattspyrnusambandsins en benti á að allir væru með sama markmið, um að bæta írskan fótbolta. Hann fór og hitti leikmenn og þjálfara hjá tveimur liðum í írsku deildinni í þessari viku, Sligo Roves og Finn Harps, sem gæti hjálpað til við að lægja öldurnar. Damien Duff á að baki hundrað landsleiki fyrir Írland og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni, til að mynda með Chelsea. Heimir ætlar að setjast niður með honum og fara yfir málin.AP/Alastair Grant „Við fórum á æfingar og fylgdumst með. Ég get ekki gert allt í einu. Ég mun ekki laga það sem er að í írskum fótbolta en ég mun svo sannarlega reyna. Ég mun leggja hart að mér. Ég hef talað við Damien [Duff] og myndi vilja setjast niður með honum yfir kaffibolla. Ég mun gera það. En ekki bara til að ég tali við þá, þeir geta líka talað við mig. Þetta virkar í báðar áttir. Það er einhver stífla þarna sem ég held að komi úr fortíðinni. Ég myndi vilja að hlutirnir væru betri því við erum öll í sama bátnum. Ég ætla ekki að lofa neinu sem þið getið hankað mig á. En þetta er það sem ég ætla að gera. Eftir [leikina við Búlgaríu] höfum við tíma fram að næstu leikjum sem verða í sumar. Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir og kvaðst í raun ekki alveg botna í því af hverju þessar deilur væru á milli írska sambandsins og írsku deildarinnar. „Manni líður alla vega þannig [að það andi köldu þarna á milli]. Að minnsta kosti miðað við fjölmiðla þá virðist þetta vera slagur. Ég skil ekkert í því vegna þess að ef landsliðinu gengur vel þá græðir írska deildin á því og ef að írsku deildinni gengur vel þá græðir landsliðið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir samkvæmt frétt Irish Mirror. Mennirnir sem hann vill spjalla við eru Stephen Bradley og goðsögnin Damien Duff sem báðir stýra liðum í írsku deildinni. Duff stýrir Shelbourne og ku hafa ítrekað hraunað yfir írska sambandið og kallað það „stærsta vandræðabarn“ írskra íþrótta. Bradley stýrir Shamrock Rovers og reiddist vegna ummæla Heimis eftir að Shamrock komst áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Heimir kvaðst vonast til að árangur Shamrock færði leikmönnum liðsins stærri tækifæri og að auðveldara væri að velja leikmenn í landsliðið sem væru að spila reglulega í aðdraganda landsleikja, en írska deildin er sumardeild eins og sú íslenska. Þessu tók Bradley sem svo að leikmenn ættu að fara frá Shamrock til að eiga meiri möguleika á að komast í írska landsliðið. „Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley í síðasta mánuði. Heimir útskýrði ummæli sín í vinsælasta spjallþætti írska sjónvarpsins, The Late Late Show, fyrir viku og svo aftur á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Ef ég orðaði hlutina þannig að leikmenn þyrftu að fara [úr írsku deildinni] til að komast í landsliðið þá var það alls ekki meiningin. Enskan mín er ekki fullkomin en ég biðst afsökunar ef ég orðaði hlutina rangt. Þetta var alls ekki það sem ég átti við,“ sagði Heimir í gær. „Átti ekki að vera nein vanvirðing“ „Ef horft er til baka á ferilinn minn sem landsliðsþjálfari þá hef ég reglulega tekið inn leikmenn sem spila í heimalandinu, bæði úr íslensku og jamaísku deildinni. Ég tek reglulega inn leikmenn úr landsdeildinni, til að hrista upp í hlutunum og sýna deildinni virðingu, sérstaklega þegar menn gera eins vel og Shamrock Rovers gerði. Þetta átti ekki að vera nein vanvirðing við írsku deildina. Ef að þetta kom þannig út þá er ég maður til að biðjast afsökunar á því,“ sagði Heimir. Hann tók undir að svo virtist sem að það væri mikil togstreita á milli írsku deildarinnar og írska knattspyrnusambandsins en benti á að allir væru með sama markmið, um að bæta írskan fótbolta. Hann fór og hitti leikmenn og þjálfara hjá tveimur liðum í írsku deildinni í þessari viku, Sligo Roves og Finn Harps, sem gæti hjálpað til við að lægja öldurnar. Damien Duff á að baki hundrað landsleiki fyrir Írland og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni, til að mynda með Chelsea. Heimir ætlar að setjast niður með honum og fara yfir málin.AP/Alastair Grant „Við fórum á æfingar og fylgdumst með. Ég get ekki gert allt í einu. Ég mun ekki laga það sem er að í írskum fótbolta en ég mun svo sannarlega reyna. Ég mun leggja hart að mér. Ég hef talað við Damien [Duff] og myndi vilja setjast niður með honum yfir kaffibolla. Ég mun gera það. En ekki bara til að ég tali við þá, þeir geta líka talað við mig. Þetta virkar í báðar áttir. Það er einhver stífla þarna sem ég held að komi úr fortíðinni. Ég myndi vilja að hlutirnir væru betri því við erum öll í sama bátnum. Ég ætla ekki að lofa neinu sem þið getið hankað mig á. En þetta er það sem ég ætla að gera. Eftir [leikina við Búlgaríu] höfum við tíma fram að næstu leikjum sem verða í sumar. Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórglas og bara spjallað. Við erum allir að reyna að gera það sama, að bæta fótboltann á Írlandi,“ sagði Heimir og kvaðst í raun ekki alveg botna í því af hverju þessar deilur væru á milli írska sambandsins og írsku deildarinnar. „Manni líður alla vega þannig [að það andi köldu þarna á milli]. Að minnsta kosti miðað við fjölmiðla þá virðist þetta vera slagur. Ég skil ekkert í því vegna þess að ef landsliðinu gengur vel þá græðir írska deildin á því og ef að írsku deildinni gengur vel þá græðir landsliðið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira