Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2025 08:00 Það er gaman að tala við Hermann Guðmundsson í Kemi; ekki aðeins um starfsframann heldur líka um lífið og tilveruna. Því Hermann er ástfanginn upp fyrir haus, nánast vandræðanlega mikið eins og hann segir sjálfur. Þegar Hermann ólst upp í Breiðholtinu, var hverfið hreinlega frábært og skólarnir líka. Vísir/RAX Flest okkar höfum heyrt í Hermanni Guðmundssyni í fjölmiðlum. Til dæmis skrafhreifinn á Bylgjunni; ófeiminn við að segja hvað honum finnst um þjóðmálin eða fréttir. Enda fínn í útvarpi; á frægan bróðir þar eins og hann segir sjálfur. Hermann er í dag framkvæmdastjóri og annar af tveimur eigendum fyrirtækisins Kemi ehf. Hermann byrjaði þó sinn starfsferil sem þjónn. „Maður lærir mjög margt í mannlegum samskiptum af því að starfa sem þjónn. Að lesa í fólk á örfáum sekúndum; hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri léttur og með grín og hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri þögull og ekkert að skipta sér af,“ segir Hermann íbygginn. Það sem flestir vinir Hermanns á Facebook geta síðan vottað er að Hermann er án efa einn ástfangnasti maður sinnar kynslóðar. Að minnsta kosti svo vitað sé. Því feimnislaust er Hermann duglegur að tjá sig um ástina sína og eiginkonu á Facebook. „Það getur vel verið að fólki finnist það eitthvað vandræðalegt en það verður þá bara að hafa það,“ segir Hermann en sú heittelskaða er engin önnur en Svava Gunnarsdóttir, sú sem heldur úti Ljúfmeti og lekkerheit, samhliða því að starfa á lögmannsstofunni LEX. „En við tókum einfaldlega ákvörðun um að vera ekki í neinum feluleik um það hvernig okkur líður saman. Að rækta sambandið meðal annars með því að vera ófeimin við að sýna það, hvað sem öðrum kann að finnast,“ segir Hermann og ástarglampinn hreinlega skín úr augunum. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni kynnumst við Hermanni Guðmundssyni í Kemi. Hermann og eiginkonan Svava Gunnarsdóttir, sú sem heldur úti Ljúfmeti og lekkerheit, samhliða því að starfa á lögmannsstofunni LEX. Hjónin leggja mikla áherslu á að rækta ástina og hjónabandið en lifa líka eftir þeirri reglu sem Svava segir að eigi að gilda: Að það sé gaman sjö daga vikunnar! Þegar Breiðholtið var frábært! Fyrsta minningin sem kemur upp í huga Hermanns frá æskuárunum er þegar hann eignaðist fyrsta reiðhjólið sitt. „Það var flutt til landsins með Eimskip. Frændi minn var í áhöfninni og að eignast reiðhjól var einfaldlega svo stór viðburður að þeir voru ófáir morgnarnir sem ég vaknaði klukkan 5 til að ná að fara út að hjóla áður en aðrir vöknuðu,“ segir Hermann og brosir. Þetta var í Skerjafirðinum en þegar Hermann var tíu ára flutti fjölskyldan í Breiðholtið. „Ég var fyrsta kynslóðin sem fór í Fellaskóla og það eina sem ég get sagt um Breiðholtið er að það var stórkostlegur staður að alast upp á. Með mörg hundruð krökkum á svipuðum aldri, allir krakka á einum og sama staðnum. Félagslífið var dásamlegt og kennararnir voru frábærir,“ segir Hermann og klikkir meira að segja út með að forstöðumaðurinn í félagsmiðstöðinni Fellahelli hafi verið Sverrir Friðjónsson, pabbi Sveppa. Sem var víst brjálæðislega skemmtilegur. „Sveppi er þó aðeins villtari en hann,“ segir Hermann og kímir. Skólakerfið var þó aðeins öðruvísi en nú er. Nemendur voru saman í bekk en þeir sem voru á eftir eða áttu erfiðara með námið voru einfaldlega settir í sérbekk: Tossabekkinn! Blessunarlega gekk Hermanni reyndar vel í skóla og naut vinsælda í félagslífinu. „Í Fellahelli var ég meira að segja DJ sem var mikil upphefð á þeim tíma. Ívar bróðir tók síðan við af mér og þar með hófst hann starfsævi við míkrófóninn,“ segir Hermann og vísar þar til fræga bróðurins; Hins alkunna Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni. Systkinin eru þrjú; Hermann er í miðjunni, fæddur 1962 en elst er systir hans Björk og yngstur er Ívar. Síðasta árið kláraði Hermann og samnemendur hans þó í Hólabrekkuskóla. Sem Hermann segir hafa verið allt öðruvísi karakter. „Hólabrekkuskóli var miklu settlegri skóli. Þar var ekki sami galsagangurinn og við höfðum kannski komist upp með í Fellaskóla. Að taka síðasta árið í Hólabrekkuskóla var mjög þroskandi tími og dásamlegur fyrir 15 ára gaur.“ Móðir Hermanns er Soffía Jóhannesdóttir, ættuð frá Snæfellsnesi, 92 ára og ótrúlega spræk að sögn Hermanns. Faðir hans var Guðmundur Dalmann Ólafsson, en hann lést úr lungnabólgu í október 1978, Hermann þá rétt að verða 17 ára. „Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því fyrr en löngu seinna, hversu afdrifaríkt það var að missa föður á svona viðkvæmum aldri." Við höfum oft heyrt í Hermanni ræða ófeiminn um þjóðmálin og fréttir. Á Bylgjunni á hann líka frægan bróður eins og hann segir: Sjálfan Ívar Guðmundsson. Þegar bræðurnir og systir þeirra ólust upp í Breiðholtinu var hverfið frábært og skólarnir og félagslífið líka.Vísir/RAX, Vilhelm, einkasafn Fyrstu fullorðinsárin Hermann stefndi fyrst á að verða vélvirki eins og pabbi sinn en komst fljótt að því að það nám var ekki að henta honum. Og allra síst að vera ekki í bekkjakerfi í skóla. „Mér fannst það að fara í þjóninn snilldarhugmynd því þá fékk ég samning og var bæði í námi en líka að vinna sér inn smá pening. Kaupið var vissulega ekki hátt en dugði mér samt sem vasapeningar.“ Hermann starfaði í sjö ár sem þjónn. Mest allan tímann á Hótel Holt sem þótti nú ekkert smá því eins og fólk eldri en tvívetra man voru Hótel Holt og Grillið á hótel Sögu aðalstaðirnir lengi vel. „Þetta voru svona royal staðirnir í bænum á þessum tíma.“ 23 ára hætti Hermann í þjóninum og gerðist sölumaður hjá Myllunni og síðar hjá skipadeild Sambandsins (síðar Samskip). „Hafskip var þá nýlega farið á hausinn og það var mikill uppgangur í skipadeild Sambandsins því það vildu ekki allir versla við Eimskip,“ segir Hermann og bætir við að honum hafi fundist þetta starf einstaklega skemmtilegt. „Mér finnst sölumennska reyndar mjög skemmtileg og er enn á full að stunda hana. Að vinna í fraktinni var hins vegar mjög skemmtilegt. Maður var að glíma við alls kyns verkefni vítt og breitt um heiminn því vörur til landsins gátu verið að koma frá miðríki eins og Texas í Bandaríkjunum, frá Kína, Ítalíu og svo framvegis og stóra áskorunin var að reyna að koma öllum þessum vörum heim á skikkanlegum tíma og á skikkanlegu verði,“ segir Hermann. Vinnuumhverfið var auðvitað gjörólíkt á þessum tíma. „Það fór allt fram í gegnum síma. Faxið kom ekki fyrr en síðar þannig að ég er einn þeirra sem var bæði að vinna í árdaga faxtækisins og í endalokum þess,“ segir Hermann og hlær. Þegar Hermann var 27 ára kynntist hann fyrri eiginkonu sinni, Elínu Guðmundsdóttur, en þau eiga saman tvö börn: Daníel (f.1991) og Hörpu (f.1999) fyrir átti Hermann dótturina Helenu f. 1988. „Við bjuggum alla okkar hjónabandstíð í Hafnarfirði þar sem Elín er fædd og uppalin. Við vorum gift í tæp þrjátíu ár þannig að ég var orðinn mikill Hafnfirðingur í mér þótt ég væri aðfluttur. Var í Haukum í fótboltanum, í stjórn Knattspyrnufélagsins og fleiri félagsstörfum í Hafnarfirði. Sem voru öll mjög skemmtileg.“ Í Hafnarfirði réði Hermann sig síðan í sölumennsku hjá heildsölu sem seldi alls konar bolta og skrúfur; sem mikill uppgangur var í því þetta var á því sem margir kalla ryðfría-tímabilinu og iðnaður og vélar eins og fiskvinnsluvélar og fleira voru vaxandi og blómlegir geirar. Hermann labbaði í vinnuna og var alsæll en þó fór það svo að hann í slagtogi við annan félaga sinn ákváðu að hætta og stofna sitt eigið fyrirtæki. „Við sáum fyrir okkur að stækka félagið með því að auka vöruúrvalið og stórauka þjónustuna en það var ekki áhugi fyrir því þannig að við ákváðum að segja upp störfum og stofna okkar eigið fyrirtæki sem seldi slípivörur og verkfæri.“ Skemmtilegar fjölskyldumyndir en fyrir áttu Hermann og Svava þrjú börn hvort og nú telja barnabörnin fjögur. Lengst af var vinnan númer eitt hjá Hermanni en Svava lét strax vita að hún hefði ekki áhuga á slíku sambandi. Í dag er hjónabandið því í fyrsta sæti, síðan börnin og barnabörnin og vinnan númer þrjú. Vöxtur og velgengni Slípivörur og verkfæri ehf var stofnað árið 1994 en til að koma rekstrinum af stað öngluðu félagarnir saman smá hlutafé með aðkomu þriðja manns. „Við ákváðum að reyna þetta í sex mánuði og hætta þá ef þetta gengi ekki. Hlutaféð dugði fyrir húsaleigu og helsta rekstrarkostnaði í hálft ár en það miðaðist þá líka við að við fengjum engin laun. Sem gekk upp því eiginkonurnar okkar voru báðar útivinnandi og þannig hófst þetta.“ Fljótlega fór þó boltinn að rúlla. Starfsmönnum fjölgaði; urðu tíu, síðan fimmtán, síðan sautján…. „Fyrstu fjögur árin fengum við engan sumarfrísdag; það var unnið sjö daga vikunnar því á kvöldin og um helgar var verið að losa gáma, taka inn vörur, panta vörur og svo framvegis. Þetta var stíf dagskrá.“ Rétt fyrir aldamót breyttist bransinn nokkuð. Því þá höfðu fyrirtæki eins og Húsasmiðjan og Byko dreift úr sér með verslanir um land allt og fyrir vikið hurfu margar af þeim byggingavöruverslunum sem Hermann og félagar höfðu verið að selja til. „Við fórum því að leita leiða fyrir okkar rekstur og úr varð að ég hafði samband við fjölskylduna sem átti Bílanaust því þeir voru með nokkrar verslanir og allir eiga hús og bíl,“ segir Hermann. Vildi þá ekki svo vel til að Bílanaust var nýkomið í söluferli og Hermanni því sagt að hafa samband við Íslandsbanka. „Þetta var algjör tilviljun og augljóslega eitthvað hugskeyti sem ég fékk en til að gera langa sögu stutta hafði ég samband við bankann en komst fljótt að því að við vorum ekki nógu sterkir fjárhagslega til að geta keypt fyrirtækið einir og sér.“ Hermann leitaði því til Engeyjarættarinnar og fékk Sjóvá og Burðarrás sem hluthafa. Kaupin gengu síðan þannig fyrir sig að fyrirtæki Hermanns og félaga eignaðist 25% hlut í Bílanaust en aðrir 75%. „En það fór fljótlega að halla undan fæti. Enda svo sem ekkert skrýtið því að Bílanaust hafði verið rekið af fjölskyldu um árabil sem var á staðnum og allt í öllu. Við hins vegar vorum bara enn að reka okkar fyrirtæki og fljótlega var ljóst að Bílanaust var á undanhaldi á markaðinum því samkeppnisaðilarnir sóttu stíft á.“ Stjórnarformaður Bílanaust var fyrir hönd Sjóvá og Burðarrás, Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra. „Bjarni kallaði til fundar og stakk upp á að ég tæki við rekstri Bílanaust og að okkar félag myndi sameinast þeim rekstri. Því þannig gæti ég tekið við rekstrinum og haft mitt fólk með í því. Á átján mánuðum náðum við að snúa rekstrinum við. Auðvitað með miklu átaki en smátt og smátt fór rekstrinum að vaxa ásmegin og við fórum að kaupa upp nokkur smærri fyrirtæki,“ segir Hermann og lýsir árunum 2002-2008 sem góðum blómatíma í rekstri almennt á Íslandi; þar sem krónan styrktist og kaupmáttur jókst. „Árið 2006 vorum við búnir að kaupa átta dekkjaverkstæði og án þess að ég væri nokkuð að gefa því gaum var Olíufélagið Esso komið í söluferli. Ég varð þess þó áskynja að mínir hluthafar höfðu áhuga á að taka þátt því á þessum tíma voru Engeyingarnir nýbúnir að selja Sjóvá og voru með mikið laust fé,“ segir Hermann. Úr varð að Esso var keypt og það sameinað Bílanaust þannig að N1 varð til. Þá lá fyrir að Bjarni þyrfti að finna nýjan forstjóra fyrir hið sameinaða félag. Hann hafði þrjár vikur til að finna en fann ekki. Úr varð að Bjarni bað mig um að taka við forstjórastólnum en í staðinn myndi innanhúsmaður í Bílanaust taka við framkvæmdastjórastarfinu þar.“ Hermann þekkir það sem allir í atvinnurekstri þekkja: Að vera með hnút í maganum árum saman og alltaf með hugann við það hvort það væru til peningar fyrir launum, virðisauka og svo framvegis. Viðbrigðin voru því mikil þegar hann færðist frá því að vera forstjóri Bílanaust í forstjórastarf N1 þar sem nóg var til af peningum.Vísir/RAX Þegar magahnúturinn hvarf Með sameiningu Esso og Bílanaust var Hermann kominn í forstjórastól félags með 650 manns í vinnu. Sem tók alveg dágóðan tíma að venjast. Því eins og flestir atvinnurekendur kannast við, geta áhyggjurnar verið miklar í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Ég var búinn að vera með hnút í maganum tólf ár. Alltaf með áhyggjur af því hvort það væru til peningar fyrir launum eða vsk-inum og svo framvegis. Svo mikil viðbrigði voru þetta að þegar kom að fyrsta stóra gjalddaganum hjá N1 fór ég inn til fjármálastjórans og spurði: Jæja, hvernig er staðan…. Eigum við til fyrir þessu?“ segir Hermann og skellir uppúr. „Hann auðvitað rak mig bara kurteisislega út og sagði mér ekki að hafa áhyggjur af peningum. Hann sæi um þau mál og það væri nóg til. Í fyrsta sinn í tólf ár þurfti ég því ekki að hafa áhyggjur af gjalddögum. Félagið var gríðarlega sterk peningavél og þarna var það mikið fjármagn að renna í gegn að það var alltaf til fyrir öllum reikningum og vel það.“ Viðskiptamódelið gekk út á að undir hatti N1 gætu bifreiðareigendur sótt sér alla þá þjónustu eða vörur sem þyrfti; dekkjaþjónustu, varahluti, olíu eða bensín og svo framvegis. Fyrirtækið stækkaði og fljótlega voru starfsmenn orðnir ríflega þúsund talsins. Komu samt aldrei augnablik þar sem þú sem forstjóri veltir fyrir þér: Bíddu, hvernig gerðist þetta? „Jú svo sannarlega, oft og mörgum sinnum,“ svarar Hermann og skellihlær. En bætir við í einlægni: Ég velti oft fyrir mér hvernig það hefði eiginlega gerst að ég hefði farið úr því að vera þjónn og síðan orðinn forstjóri yfir einu stærsta félagi landsins og með þeim launahæstu á landinu. Í fyrsta skipti á ævinni þurftu ég ekki að hafa áhyggjur af neinum mánaðamótum því ég náði aldrei að eyða laununum mínum. Fyrir mig sem einstakling var þetta algjörlega ný veröld, enda hafði ég eins og flestir þurft að reikna út um hver mánaðamót hvað maður gæti leyft sér og svo framvegis.“ Fyrir tilviljun var Bílanaust til sölu þegar Hermann nálgaðist það fyrirtæki á sínum tíma. Hermann leitaði síðan til Engeyjarættarinnar um að taka þátt í að kaupa fyrirtækið og síðar var Olíufélagið ESSO keypt og úr varð N1. Bjarni Benediktsson fékk Hermann til að taka bæði forstjórastarfið að sér í Bílanaust og síðar í N1.Vísir/RAX Hermann segir það þó gríðarlega mikla ábyrgð að vera forstjóri yfir félagi með mörg hundruð manns í vinnu og hluthafa sem líka þyrfti að passa að fengju sitt. „Eftir bankahrun sögðum við upp 70 starfsmönnum en það dásamlega var að við náðum að ráða alla aftur áður en uppsagnarfresturinn leið. Því í bankahruninu kom í ljós að félagið er einfaldlega kreppuhelt,“ segir Hermann og bætir við: „Reksturinn var mjög góður árið 2009 því það árið fóru engir Íslendingar til útlanda. Árið 2010 var krónan síðan svo veik sem nýttist rekstrinum vel.“ Uppgangurinn hafði líka verið mikill; Opnun nýs Staðarskála, nýrra bensínstöðva við Hringbraut og Bíldshöfða, á Hvolsvelli og víðar. Árið 2011 fór félagið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og eignarhaldið breyttist. Ég hafði selt minn hlut í félaginu árið 2007. Ekki vegna þess að ég var svona gáfaður heldur einfaldlega vegna þess að mér fannst ekki heppilegt að eiga skráð hlutabréf og vera á sama tíma að stjórna stóru félagi sem gat rekist utan í önnur stór félög. Um mitt ár 2012 keypti Framtakssjóður Íslands stóran hlut í félaginu af Arion banka og réð í minn stað Eggert Benedikt Guðmundsson sem forstjóra.“ Þegar KEMI var keypt árið 2014 var ársvelta félagsins 360 milljónir. Í fyrra var ársveltan tæplega þrír milljarðar og fyrirtækið hefur því áttfaldast frá kaupum. Brjálað var að gera í Covid vegna grímusölu og í hitteð fyrra keypti Kemi Poulsen svo eitthvað sé nefnt.Vísir/Vilhelm Úr 360 milljónum í 3 milljarða Með sex mánaða uppsagnarfrest ákvað Hermann að dvelja í Flórída um tíma, en þar áttu hjónin hús. Eftir smá tíma þar, fékk hann símtal frá Kaupfélagi Skagfirðinga og í kjölfarið á því samtali var stofnað félag í Bandaríkjunum sem hafði það hlutverk að selja til Bandaríkjanna íslenskt lambakjöt og fisk. „Þetta gekk ágætlega og ég ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin. Það fór þó að fjara undan þessu þegar Whole foods, sem var stærsti kaupandinn, fór að herða reglurnar sem þyrfti að uppfylla og síðan kom tími þar sem fiskverðið í Evrópu var orðið hærra og því lítill ávinningur að selja fisk á lægra verði til Bandaríkjanna.“ Hermann lærði þó dýrmæta lexíu á þessum tíma: „Ég komst að því að mér finnst hundleiðinlegt að vinna einn.“ Árið 2014 ákváðu hjónin að selja húsið í Flórída en þau skildu síðan árið 2017. „Ég notaði andvirðið af þessu húsi til að kaupa Kemi,“ segir Hermann og útskýrir hvernig sú hugmynd kom til. „Málið er að ég og vinur minn vorum að spá í atvinnurekstur sem við myndum byggja upp frá grunni. En þegar ég fór að kynna mér tölur og aðrar upplýsingar komst ég að því að fyrirtækið Kemi var nokkurn veginn að gera það sem við ætluðum að fara að gera.“ Á þessum tíma var Hermann 53 ára. Ég sá fyrir mér að með því að kaupa Kemi væri ég að spara mér tíu ár í vinnu miðað við að byggja upp rekstur frá grunni. Við þurftum hins vegar að fá fleiri hluthafa inn í þetta til að ná sölunni saman.“ Í fyrstu voru hluthafarnir því um tíu talsins en í dag eiga félagið Hermann og Bjarni Ármannsson. „Félagið hefur áttfaldast síðan við keyptum því þá var veltan 360 milljónir króna en í fyrra var hún um þrír milljarðar.“ Og aftur virðist Hermann kominn í rekstur sem er kreppuheldur. „Við vorum pínu heppnir í Covid því að við vorum að selja grímur og auðvitað varð allt vitlaust þegar heimsfaraldurinn skall á. Við lokuðum ekki einn einasta dag því það var svo mikið að gera.“ Aftur var komið að því að Hermann vildi huga að frekari vexti. „Mér datt þá í hug að ræða við fjölskylduna sem átti og rak fyrirtækið Poulsen. Sem er reyndar sama fjölskylda og seldi mér Bílanaust á sínum tíma.“ Tímasetningin virtist frábær því þegar Hermann hafði samband við fjölskylduna kom í ljós að þau voru tilbúin til að selja. „Ég held líka að þegar fólk er búið að reka fyrirtæki í mörg ár snúist málið ekki bara um hvort það eigi að selja, heldur líka hverjum á að selja. Fólki er ekki sama hver tekur við fyrirtækinu.“ Þetta var haustið 2022 og enn hugar Hermann að frekari vexti. Ég lifi eftir þeirri reglu að annað hvort ertu með rekstur sem er að vaxa eða rekstur sem er að deyja. Þeir sem eru ekki að vaxa vita oft ekki að þeir eru að deyja enda oft sem það tekur þrjú til fjögur ár áður en það fer að halla undan fæti.“ En gamli magahnúturinn: Hefur hann komið aftur eftir að þú keyptir Kemi? „Já ég verð nú reyndar að viðurkenna það,“ svarar Hermann en bætir við: „En hann er nýhættur að koma.“ Eitt sinn var Hermann að drekka morgunkókið sitt og rakst þá á viðtal við Svövu í Mogganum og leist vel á; fór að gúggla og ályktaði sem svo að þessi unga og fallega kona væri einhleyp. Hermann sendi henni tölvupóst og bauð henni í kaffi. En síðan tók við löng bið. Í heila 90 daga: Þá loks svaraði Svava og hafa þau nánast verið óaðskiljanleg síðan. Ástfanginn upp fyrir haus Sunnudagsmorgun í október árið 2018 sat Hermann í vinnunni lesa Moggann og drekka kók. Rekst þá á grein sem var viðtal við Svövu Gunnarsdóttur og til viðbótar við að finnast konan mjög myndarleg, leist honum vel á það sem Svava var að segja í greininni; Að matur væri leið til að sameina alla fjölskylduna og að allir þyrftu að fá sitt pláss á heimilinu. „Ég var orðinn svolítið leiður á þessari deitmenningu og fannst hún ekki alveg vera að gera sig.“ Hermann gerði þá það sama og við öll hin höfum einhvern tíma gert: Gúgglaði sér til um konuna og reyndi að átta sig á því hvort hún væri einhleyp eða ekki. „Ég gat ekki betur séð en að hún væri einhleyp og fann út að hún var að vinna á Lex lögmannstofu þar sem ég þekki ófáa. Sendi henni tölvupóst, sagðist hafa verið að lesa viðtalið og spurði hvort hún væri til í að hittast í kaffi,“ segir Hermann og bætir við: „Ég benti líka á að hún gæti rætt við nokkra lögmenn hjá Lex sem gætu staðfest að ég væri ekki fjöldamorðingi eða hættulegur maður.“ Ekkert gerðist. Dagarnir liður. Vikur. Mánuðir. „Allt í einu fæ ég svar frá henni en þá voru liðnir 90 dagar síðan ég sendi henni skeytið. Svava hafði þá verið að ræða við einhverja vinkonu sína sem benti henni á að mögulega ætti hún að gefa mér smá gaum.“ Úr varð að parið hittist yfir kaffibolla þann 30.október árið 2018. Og jafn rómantískt og það nú er: Fjórum árum síðar giftu þau sig í Lágafellskirkju þann 30.október árið 2021. Jafn rómantískt og það er, giftu Hermann og Svava sig akkúrat fjórum árum eftir að þau hittust í fyrsta sinn; þann 30.október árið 2022. Hermann segir það vera ákvörðun þeirra hjóna að njóta ástarinnar og lífsins saman og vera ekki feimin við að láta fólk vita hvernig þeim líður. Ástin númer eitt, vinnan númer þrjú Og það er ljóst að Hermann er svo sannarlega ástfanginn upp fyrir haus. Og er að njóta þess. „Ég skal alveg viðurkenna að það kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn. Ég hef lengi verið sá sem set frekar praktíkina framar tilfinningum þannig að það að steinliggja svona rosalega kom mér sjálfum í opna skjöldu,“ segir Hermann einlægur en hlær. ,,Það var líka eitt sem Svava gerði mér strax grein fyrir í upphafi og það er að hún hefði engan áhuga á sambandi þar sem vinnan væri númer eitt,“ segir Hermann og bætir við: Þannig að ég tók ákvörðun um að við tvö erum í fyrsta sæti, síðan koma börn og barnabörn og vinnan er síðan númer þrjú hjá mér. Sem hefur aldrei gerst áður.“ Það glampar alltaf í augun á Hermanni þegar hann talar um ástina og Svövu sína. Og ljóst að Hermann er að njóta lífsins. Hjónin elska golf, sem Svava tók sig til og lærði eftir að þau tóku saman. Hér má sjá þau með nokkrum vinum en þess má líka geta að meðeigandi Hermanns í Kemi er Bjarni Ármannsson. Sjálf á Svava þrjú börn; Malín Örlygsdóttur (f.1998) og tvíburana Jakob Þór Smári og Gunnar Berg Smári (f.2002). Barnabörn Hermanns telja líka fjögur og það getur því verið margt um manninn og glatt á hjalla. Að ferðast, stunda golf, borða góðan mat og fleira er aðeins stutt upptalning á því hvernig Hermann og Svava eru dugleg að rækta sambandið sitt og njóta lífsins. Annað sem ég er mjög hrifinn af sem Svava segir er að auðvitað eigi að vera gaman alla daga vikunnar. Mánudagar eru líka dagar. Ekki bara um helgar,“ segir Hermann og við tekur samtal um það að auðvitað eigi gleðin ekki að bíða eftir laugardögum eða sunnudögum. Um áhugamálin segir Hermann: „Svava ákvað að læra golf því hún vissi að golfið væri mitt sport og golf getur einmitt verið svo gott hjónasport því það tekur svo langan tíma. Í dag er Svava með brjálæðislega golfbakteríu og í raun miklu verri en ég,“ segir Hermann og hlær. Lærðir þú þá að elda eins og hún kann? „Nei, ég viðurkenni að það er hún sem sér alfarið um eldamennskuna. Enda eldar hún miklu betri mat en ég,“ segir Hermann, grípur um vömbina og segir svo: „Það sést líka á mér að það eru tíu kíló síðan ég kynntist henni. Slíkur er veislumaturinn heima hjá mér.“ Um vöxt og velgengni segir Hermann að annað hvort séu fyrirtæki að vaxa eða deyja. Þau sem ekki eru að vaxa, viti oft ekki að þau séu að deyja. Um lífið og aldurinn segir hann málið að mestu snúast um hugarfarið; Og það að hafa gaman alla daga vikunnar.Vísir/RAX En áður en við kveðjum Hermann er ekki úr vegi að forvitnast aðeins um nokkur önnur mál líka. Til dæmis það hvort hann hafi alltaf verið svona frakkur eða ófeiminn að tjá sig um sínar skoðanir; til dæmis þjóðfélagsmálin. „Já strax í barnaskóla. Þótt auðvitað hafi það ekki verið þjóðmálin þá. En ég er rosalega forvitinn að eðlisfari, les mikið og drekk í mig óhemju mikið magn af upplýsingum. Allt frá því að lesa ársreikninga yfir í bréf Warren Buffet. Þjóðmál hafa alltaf heillað mig en mér finnst mestu máli skipta að um þau sé rætt málefnalega og án þess að skíta út annað fólk.“ Hermann hefur líka tekið þátt í félagsstörfum atvinnulífsins í gegnum tíðina. Setið í stjórn SVÞ og Samtaka atvinnulífsins svo eitthvað sé nefnt. „Maður verður samt eigingjarnari á eiginn tíma með árunum.“ Sem þó er svo langt frá því að upplifa sig ,,gamlan.“ „Nei ég var einmitt í vikunni að keyra fram og til baka til Húsavíkur, því þess þurfti. Lagði bara snemma af stað og var kominn í bæinn aftur sama dag. Það er tempóið sem ég er á,“ segir Hermann og bætir við: Ég er ekkert að gefa eftir út af aldri. Enda held ég að þetta snúist að mestu um hugarfarið og það að bíða ekki eftir helginni heldur hafa það gaman sjö daga vikunnar.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02 „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00 Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. 21. júlí 2024 08:01 „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Sjá meira
Hermann er í dag framkvæmdastjóri og annar af tveimur eigendum fyrirtækisins Kemi ehf. Hermann byrjaði þó sinn starfsferil sem þjónn. „Maður lærir mjög margt í mannlegum samskiptum af því að starfa sem þjónn. Að lesa í fólk á örfáum sekúndum; hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri léttur og með grín og hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri þögull og ekkert að skipta sér af,“ segir Hermann íbygginn. Það sem flestir vinir Hermanns á Facebook geta síðan vottað er að Hermann er án efa einn ástfangnasti maður sinnar kynslóðar. Að minnsta kosti svo vitað sé. Því feimnislaust er Hermann duglegur að tjá sig um ástina sína og eiginkonu á Facebook. „Það getur vel verið að fólki finnist það eitthvað vandræðalegt en það verður þá bara að hafa það,“ segir Hermann en sú heittelskaða er engin önnur en Svava Gunnarsdóttir, sú sem heldur úti Ljúfmeti og lekkerheit, samhliða því að starfa á lögmannsstofunni LEX. „En við tókum einfaldlega ákvörðun um að vera ekki í neinum feluleik um það hvernig okkur líður saman. Að rækta sambandið meðal annars með því að vera ófeimin við að sýna það, hvað sem öðrum kann að finnast,“ segir Hermann og ástarglampinn hreinlega skín úr augunum. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni kynnumst við Hermanni Guðmundssyni í Kemi. Hermann og eiginkonan Svava Gunnarsdóttir, sú sem heldur úti Ljúfmeti og lekkerheit, samhliða því að starfa á lögmannsstofunni LEX. Hjónin leggja mikla áherslu á að rækta ástina og hjónabandið en lifa líka eftir þeirri reglu sem Svava segir að eigi að gilda: Að það sé gaman sjö daga vikunnar! Þegar Breiðholtið var frábært! Fyrsta minningin sem kemur upp í huga Hermanns frá æskuárunum er þegar hann eignaðist fyrsta reiðhjólið sitt. „Það var flutt til landsins með Eimskip. Frændi minn var í áhöfninni og að eignast reiðhjól var einfaldlega svo stór viðburður að þeir voru ófáir morgnarnir sem ég vaknaði klukkan 5 til að ná að fara út að hjóla áður en aðrir vöknuðu,“ segir Hermann og brosir. Þetta var í Skerjafirðinum en þegar Hermann var tíu ára flutti fjölskyldan í Breiðholtið. „Ég var fyrsta kynslóðin sem fór í Fellaskóla og það eina sem ég get sagt um Breiðholtið er að það var stórkostlegur staður að alast upp á. Með mörg hundruð krökkum á svipuðum aldri, allir krakka á einum og sama staðnum. Félagslífið var dásamlegt og kennararnir voru frábærir,“ segir Hermann og klikkir meira að segja út með að forstöðumaðurinn í félagsmiðstöðinni Fellahelli hafi verið Sverrir Friðjónsson, pabbi Sveppa. Sem var víst brjálæðislega skemmtilegur. „Sveppi er þó aðeins villtari en hann,“ segir Hermann og kímir. Skólakerfið var þó aðeins öðruvísi en nú er. Nemendur voru saman í bekk en þeir sem voru á eftir eða áttu erfiðara með námið voru einfaldlega settir í sérbekk: Tossabekkinn! Blessunarlega gekk Hermanni reyndar vel í skóla og naut vinsælda í félagslífinu. „Í Fellahelli var ég meira að segja DJ sem var mikil upphefð á þeim tíma. Ívar bróðir tók síðan við af mér og þar með hófst hann starfsævi við míkrófóninn,“ segir Hermann og vísar þar til fræga bróðurins; Hins alkunna Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni. Systkinin eru þrjú; Hermann er í miðjunni, fæddur 1962 en elst er systir hans Björk og yngstur er Ívar. Síðasta árið kláraði Hermann og samnemendur hans þó í Hólabrekkuskóla. Sem Hermann segir hafa verið allt öðruvísi karakter. „Hólabrekkuskóli var miklu settlegri skóli. Þar var ekki sami galsagangurinn og við höfðum kannski komist upp með í Fellaskóla. Að taka síðasta árið í Hólabrekkuskóla var mjög þroskandi tími og dásamlegur fyrir 15 ára gaur.“ Móðir Hermanns er Soffía Jóhannesdóttir, ættuð frá Snæfellsnesi, 92 ára og ótrúlega spræk að sögn Hermanns. Faðir hans var Guðmundur Dalmann Ólafsson, en hann lést úr lungnabólgu í október 1978, Hermann þá rétt að verða 17 ára. „Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því fyrr en löngu seinna, hversu afdrifaríkt það var að missa föður á svona viðkvæmum aldri." Við höfum oft heyrt í Hermanni ræða ófeiminn um þjóðmálin og fréttir. Á Bylgjunni á hann líka frægan bróður eins og hann segir: Sjálfan Ívar Guðmundsson. Þegar bræðurnir og systir þeirra ólust upp í Breiðholtinu var hverfið frábært og skólarnir og félagslífið líka.Vísir/RAX, Vilhelm, einkasafn Fyrstu fullorðinsárin Hermann stefndi fyrst á að verða vélvirki eins og pabbi sinn en komst fljótt að því að það nám var ekki að henta honum. Og allra síst að vera ekki í bekkjakerfi í skóla. „Mér fannst það að fara í þjóninn snilldarhugmynd því þá fékk ég samning og var bæði í námi en líka að vinna sér inn smá pening. Kaupið var vissulega ekki hátt en dugði mér samt sem vasapeningar.“ Hermann starfaði í sjö ár sem þjónn. Mest allan tímann á Hótel Holt sem þótti nú ekkert smá því eins og fólk eldri en tvívetra man voru Hótel Holt og Grillið á hótel Sögu aðalstaðirnir lengi vel. „Þetta voru svona royal staðirnir í bænum á þessum tíma.“ 23 ára hætti Hermann í þjóninum og gerðist sölumaður hjá Myllunni og síðar hjá skipadeild Sambandsins (síðar Samskip). „Hafskip var þá nýlega farið á hausinn og það var mikill uppgangur í skipadeild Sambandsins því það vildu ekki allir versla við Eimskip,“ segir Hermann og bætir við að honum hafi fundist þetta starf einstaklega skemmtilegt. „Mér finnst sölumennska reyndar mjög skemmtileg og er enn á full að stunda hana. Að vinna í fraktinni var hins vegar mjög skemmtilegt. Maður var að glíma við alls kyns verkefni vítt og breitt um heiminn því vörur til landsins gátu verið að koma frá miðríki eins og Texas í Bandaríkjunum, frá Kína, Ítalíu og svo framvegis og stóra áskorunin var að reyna að koma öllum þessum vörum heim á skikkanlegum tíma og á skikkanlegu verði,“ segir Hermann. Vinnuumhverfið var auðvitað gjörólíkt á þessum tíma. „Það fór allt fram í gegnum síma. Faxið kom ekki fyrr en síðar þannig að ég er einn þeirra sem var bæði að vinna í árdaga faxtækisins og í endalokum þess,“ segir Hermann og hlær. Þegar Hermann var 27 ára kynntist hann fyrri eiginkonu sinni, Elínu Guðmundsdóttur, en þau eiga saman tvö börn: Daníel (f.1991) og Hörpu (f.1999) fyrir átti Hermann dótturina Helenu f. 1988. „Við bjuggum alla okkar hjónabandstíð í Hafnarfirði þar sem Elín er fædd og uppalin. Við vorum gift í tæp þrjátíu ár þannig að ég var orðinn mikill Hafnfirðingur í mér þótt ég væri aðfluttur. Var í Haukum í fótboltanum, í stjórn Knattspyrnufélagsins og fleiri félagsstörfum í Hafnarfirði. Sem voru öll mjög skemmtileg.“ Í Hafnarfirði réði Hermann sig síðan í sölumennsku hjá heildsölu sem seldi alls konar bolta og skrúfur; sem mikill uppgangur var í því þetta var á því sem margir kalla ryðfría-tímabilinu og iðnaður og vélar eins og fiskvinnsluvélar og fleira voru vaxandi og blómlegir geirar. Hermann labbaði í vinnuna og var alsæll en þó fór það svo að hann í slagtogi við annan félaga sinn ákváðu að hætta og stofna sitt eigið fyrirtæki. „Við sáum fyrir okkur að stækka félagið með því að auka vöruúrvalið og stórauka þjónustuna en það var ekki áhugi fyrir því þannig að við ákváðum að segja upp störfum og stofna okkar eigið fyrirtæki sem seldi slípivörur og verkfæri.“ Skemmtilegar fjölskyldumyndir en fyrir áttu Hermann og Svava þrjú börn hvort og nú telja barnabörnin fjögur. Lengst af var vinnan númer eitt hjá Hermanni en Svava lét strax vita að hún hefði ekki áhuga á slíku sambandi. Í dag er hjónabandið því í fyrsta sæti, síðan börnin og barnabörnin og vinnan númer þrjú. Vöxtur og velgengni Slípivörur og verkfæri ehf var stofnað árið 1994 en til að koma rekstrinum af stað öngluðu félagarnir saman smá hlutafé með aðkomu þriðja manns. „Við ákváðum að reyna þetta í sex mánuði og hætta þá ef þetta gengi ekki. Hlutaféð dugði fyrir húsaleigu og helsta rekstrarkostnaði í hálft ár en það miðaðist þá líka við að við fengjum engin laun. Sem gekk upp því eiginkonurnar okkar voru báðar útivinnandi og þannig hófst þetta.“ Fljótlega fór þó boltinn að rúlla. Starfsmönnum fjölgaði; urðu tíu, síðan fimmtán, síðan sautján…. „Fyrstu fjögur árin fengum við engan sumarfrísdag; það var unnið sjö daga vikunnar því á kvöldin og um helgar var verið að losa gáma, taka inn vörur, panta vörur og svo framvegis. Þetta var stíf dagskrá.“ Rétt fyrir aldamót breyttist bransinn nokkuð. Því þá höfðu fyrirtæki eins og Húsasmiðjan og Byko dreift úr sér með verslanir um land allt og fyrir vikið hurfu margar af þeim byggingavöruverslunum sem Hermann og félagar höfðu verið að selja til. „Við fórum því að leita leiða fyrir okkar rekstur og úr varð að ég hafði samband við fjölskylduna sem átti Bílanaust því þeir voru með nokkrar verslanir og allir eiga hús og bíl,“ segir Hermann. Vildi þá ekki svo vel til að Bílanaust var nýkomið í söluferli og Hermanni því sagt að hafa samband við Íslandsbanka. „Þetta var algjör tilviljun og augljóslega eitthvað hugskeyti sem ég fékk en til að gera langa sögu stutta hafði ég samband við bankann en komst fljótt að því að við vorum ekki nógu sterkir fjárhagslega til að geta keypt fyrirtækið einir og sér.“ Hermann leitaði því til Engeyjarættarinnar og fékk Sjóvá og Burðarrás sem hluthafa. Kaupin gengu síðan þannig fyrir sig að fyrirtæki Hermanns og félaga eignaðist 25% hlut í Bílanaust en aðrir 75%. „En það fór fljótlega að halla undan fæti. Enda svo sem ekkert skrýtið því að Bílanaust hafði verið rekið af fjölskyldu um árabil sem var á staðnum og allt í öllu. Við hins vegar vorum bara enn að reka okkar fyrirtæki og fljótlega var ljóst að Bílanaust var á undanhaldi á markaðinum því samkeppnisaðilarnir sóttu stíft á.“ Stjórnarformaður Bílanaust var fyrir hönd Sjóvá og Burðarrás, Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra. „Bjarni kallaði til fundar og stakk upp á að ég tæki við rekstri Bílanaust og að okkar félag myndi sameinast þeim rekstri. Því þannig gæti ég tekið við rekstrinum og haft mitt fólk með í því. Á átján mánuðum náðum við að snúa rekstrinum við. Auðvitað með miklu átaki en smátt og smátt fór rekstrinum að vaxa ásmegin og við fórum að kaupa upp nokkur smærri fyrirtæki,“ segir Hermann og lýsir árunum 2002-2008 sem góðum blómatíma í rekstri almennt á Íslandi; þar sem krónan styrktist og kaupmáttur jókst. „Árið 2006 vorum við búnir að kaupa átta dekkjaverkstæði og án þess að ég væri nokkuð að gefa því gaum var Olíufélagið Esso komið í söluferli. Ég varð þess þó áskynja að mínir hluthafar höfðu áhuga á að taka þátt því á þessum tíma voru Engeyingarnir nýbúnir að selja Sjóvá og voru með mikið laust fé,“ segir Hermann. Úr varð að Esso var keypt og það sameinað Bílanaust þannig að N1 varð til. Þá lá fyrir að Bjarni þyrfti að finna nýjan forstjóra fyrir hið sameinaða félag. Hann hafði þrjár vikur til að finna en fann ekki. Úr varð að Bjarni bað mig um að taka við forstjórastólnum en í staðinn myndi innanhúsmaður í Bílanaust taka við framkvæmdastjórastarfinu þar.“ Hermann þekkir það sem allir í atvinnurekstri þekkja: Að vera með hnút í maganum árum saman og alltaf með hugann við það hvort það væru til peningar fyrir launum, virðisauka og svo framvegis. Viðbrigðin voru því mikil þegar hann færðist frá því að vera forstjóri Bílanaust í forstjórastarf N1 þar sem nóg var til af peningum.Vísir/RAX Þegar magahnúturinn hvarf Með sameiningu Esso og Bílanaust var Hermann kominn í forstjórastól félags með 650 manns í vinnu. Sem tók alveg dágóðan tíma að venjast. Því eins og flestir atvinnurekendur kannast við, geta áhyggjurnar verið miklar í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Ég var búinn að vera með hnút í maganum tólf ár. Alltaf með áhyggjur af því hvort það væru til peningar fyrir launum eða vsk-inum og svo framvegis. Svo mikil viðbrigði voru þetta að þegar kom að fyrsta stóra gjalddaganum hjá N1 fór ég inn til fjármálastjórans og spurði: Jæja, hvernig er staðan…. Eigum við til fyrir þessu?“ segir Hermann og skellir uppúr. „Hann auðvitað rak mig bara kurteisislega út og sagði mér ekki að hafa áhyggjur af peningum. Hann sæi um þau mál og það væri nóg til. Í fyrsta sinn í tólf ár þurfti ég því ekki að hafa áhyggjur af gjalddögum. Félagið var gríðarlega sterk peningavél og þarna var það mikið fjármagn að renna í gegn að það var alltaf til fyrir öllum reikningum og vel það.“ Viðskiptamódelið gekk út á að undir hatti N1 gætu bifreiðareigendur sótt sér alla þá þjónustu eða vörur sem þyrfti; dekkjaþjónustu, varahluti, olíu eða bensín og svo framvegis. Fyrirtækið stækkaði og fljótlega voru starfsmenn orðnir ríflega þúsund talsins. Komu samt aldrei augnablik þar sem þú sem forstjóri veltir fyrir þér: Bíddu, hvernig gerðist þetta? „Jú svo sannarlega, oft og mörgum sinnum,“ svarar Hermann og skellihlær. En bætir við í einlægni: Ég velti oft fyrir mér hvernig það hefði eiginlega gerst að ég hefði farið úr því að vera þjónn og síðan orðinn forstjóri yfir einu stærsta félagi landsins og með þeim launahæstu á landinu. Í fyrsta skipti á ævinni þurftu ég ekki að hafa áhyggjur af neinum mánaðamótum því ég náði aldrei að eyða laununum mínum. Fyrir mig sem einstakling var þetta algjörlega ný veröld, enda hafði ég eins og flestir þurft að reikna út um hver mánaðamót hvað maður gæti leyft sér og svo framvegis.“ Fyrir tilviljun var Bílanaust til sölu þegar Hermann nálgaðist það fyrirtæki á sínum tíma. Hermann leitaði síðan til Engeyjarættarinnar um að taka þátt í að kaupa fyrirtækið og síðar var Olíufélagið ESSO keypt og úr varð N1. Bjarni Benediktsson fékk Hermann til að taka bæði forstjórastarfið að sér í Bílanaust og síðar í N1.Vísir/RAX Hermann segir það þó gríðarlega mikla ábyrgð að vera forstjóri yfir félagi með mörg hundruð manns í vinnu og hluthafa sem líka þyrfti að passa að fengju sitt. „Eftir bankahrun sögðum við upp 70 starfsmönnum en það dásamlega var að við náðum að ráða alla aftur áður en uppsagnarfresturinn leið. Því í bankahruninu kom í ljós að félagið er einfaldlega kreppuhelt,“ segir Hermann og bætir við: „Reksturinn var mjög góður árið 2009 því það árið fóru engir Íslendingar til útlanda. Árið 2010 var krónan síðan svo veik sem nýttist rekstrinum vel.“ Uppgangurinn hafði líka verið mikill; Opnun nýs Staðarskála, nýrra bensínstöðva við Hringbraut og Bíldshöfða, á Hvolsvelli og víðar. Árið 2011 fór félagið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og eignarhaldið breyttist. Ég hafði selt minn hlut í félaginu árið 2007. Ekki vegna þess að ég var svona gáfaður heldur einfaldlega vegna þess að mér fannst ekki heppilegt að eiga skráð hlutabréf og vera á sama tíma að stjórna stóru félagi sem gat rekist utan í önnur stór félög. Um mitt ár 2012 keypti Framtakssjóður Íslands stóran hlut í félaginu af Arion banka og réð í minn stað Eggert Benedikt Guðmundsson sem forstjóra.“ Þegar KEMI var keypt árið 2014 var ársvelta félagsins 360 milljónir. Í fyrra var ársveltan tæplega þrír milljarðar og fyrirtækið hefur því áttfaldast frá kaupum. Brjálað var að gera í Covid vegna grímusölu og í hitteð fyrra keypti Kemi Poulsen svo eitthvað sé nefnt.Vísir/Vilhelm Úr 360 milljónum í 3 milljarða Með sex mánaða uppsagnarfrest ákvað Hermann að dvelja í Flórída um tíma, en þar áttu hjónin hús. Eftir smá tíma þar, fékk hann símtal frá Kaupfélagi Skagfirðinga og í kjölfarið á því samtali var stofnað félag í Bandaríkjunum sem hafði það hlutverk að selja til Bandaríkjanna íslenskt lambakjöt og fisk. „Þetta gekk ágætlega og ég ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin. Það fór þó að fjara undan þessu þegar Whole foods, sem var stærsti kaupandinn, fór að herða reglurnar sem þyrfti að uppfylla og síðan kom tími þar sem fiskverðið í Evrópu var orðið hærra og því lítill ávinningur að selja fisk á lægra verði til Bandaríkjanna.“ Hermann lærði þó dýrmæta lexíu á þessum tíma: „Ég komst að því að mér finnst hundleiðinlegt að vinna einn.“ Árið 2014 ákváðu hjónin að selja húsið í Flórída en þau skildu síðan árið 2017. „Ég notaði andvirðið af þessu húsi til að kaupa Kemi,“ segir Hermann og útskýrir hvernig sú hugmynd kom til. „Málið er að ég og vinur minn vorum að spá í atvinnurekstur sem við myndum byggja upp frá grunni. En þegar ég fór að kynna mér tölur og aðrar upplýsingar komst ég að því að fyrirtækið Kemi var nokkurn veginn að gera það sem við ætluðum að fara að gera.“ Á þessum tíma var Hermann 53 ára. Ég sá fyrir mér að með því að kaupa Kemi væri ég að spara mér tíu ár í vinnu miðað við að byggja upp rekstur frá grunni. Við þurftum hins vegar að fá fleiri hluthafa inn í þetta til að ná sölunni saman.“ Í fyrstu voru hluthafarnir því um tíu talsins en í dag eiga félagið Hermann og Bjarni Ármannsson. „Félagið hefur áttfaldast síðan við keyptum því þá var veltan 360 milljónir króna en í fyrra var hún um þrír milljarðar.“ Og aftur virðist Hermann kominn í rekstur sem er kreppuheldur. „Við vorum pínu heppnir í Covid því að við vorum að selja grímur og auðvitað varð allt vitlaust þegar heimsfaraldurinn skall á. Við lokuðum ekki einn einasta dag því það var svo mikið að gera.“ Aftur var komið að því að Hermann vildi huga að frekari vexti. „Mér datt þá í hug að ræða við fjölskylduna sem átti og rak fyrirtækið Poulsen. Sem er reyndar sama fjölskylda og seldi mér Bílanaust á sínum tíma.“ Tímasetningin virtist frábær því þegar Hermann hafði samband við fjölskylduna kom í ljós að þau voru tilbúin til að selja. „Ég held líka að þegar fólk er búið að reka fyrirtæki í mörg ár snúist málið ekki bara um hvort það eigi að selja, heldur líka hverjum á að selja. Fólki er ekki sama hver tekur við fyrirtækinu.“ Þetta var haustið 2022 og enn hugar Hermann að frekari vexti. Ég lifi eftir þeirri reglu að annað hvort ertu með rekstur sem er að vaxa eða rekstur sem er að deyja. Þeir sem eru ekki að vaxa vita oft ekki að þeir eru að deyja enda oft sem það tekur þrjú til fjögur ár áður en það fer að halla undan fæti.“ En gamli magahnúturinn: Hefur hann komið aftur eftir að þú keyptir Kemi? „Já ég verð nú reyndar að viðurkenna það,“ svarar Hermann en bætir við: „En hann er nýhættur að koma.“ Eitt sinn var Hermann að drekka morgunkókið sitt og rakst þá á viðtal við Svövu í Mogganum og leist vel á; fór að gúggla og ályktaði sem svo að þessi unga og fallega kona væri einhleyp. Hermann sendi henni tölvupóst og bauð henni í kaffi. En síðan tók við löng bið. Í heila 90 daga: Þá loks svaraði Svava og hafa þau nánast verið óaðskiljanleg síðan. Ástfanginn upp fyrir haus Sunnudagsmorgun í október árið 2018 sat Hermann í vinnunni lesa Moggann og drekka kók. Rekst þá á grein sem var viðtal við Svövu Gunnarsdóttur og til viðbótar við að finnast konan mjög myndarleg, leist honum vel á það sem Svava var að segja í greininni; Að matur væri leið til að sameina alla fjölskylduna og að allir þyrftu að fá sitt pláss á heimilinu. „Ég var orðinn svolítið leiður á þessari deitmenningu og fannst hún ekki alveg vera að gera sig.“ Hermann gerði þá það sama og við öll hin höfum einhvern tíma gert: Gúgglaði sér til um konuna og reyndi að átta sig á því hvort hún væri einhleyp eða ekki. „Ég gat ekki betur séð en að hún væri einhleyp og fann út að hún var að vinna á Lex lögmannstofu þar sem ég þekki ófáa. Sendi henni tölvupóst, sagðist hafa verið að lesa viðtalið og spurði hvort hún væri til í að hittast í kaffi,“ segir Hermann og bætir við: „Ég benti líka á að hún gæti rætt við nokkra lögmenn hjá Lex sem gætu staðfest að ég væri ekki fjöldamorðingi eða hættulegur maður.“ Ekkert gerðist. Dagarnir liður. Vikur. Mánuðir. „Allt í einu fæ ég svar frá henni en þá voru liðnir 90 dagar síðan ég sendi henni skeytið. Svava hafði þá verið að ræða við einhverja vinkonu sína sem benti henni á að mögulega ætti hún að gefa mér smá gaum.“ Úr varð að parið hittist yfir kaffibolla þann 30.október árið 2018. Og jafn rómantískt og það nú er: Fjórum árum síðar giftu þau sig í Lágafellskirkju þann 30.október árið 2021. Jafn rómantískt og það er, giftu Hermann og Svava sig akkúrat fjórum árum eftir að þau hittust í fyrsta sinn; þann 30.október árið 2022. Hermann segir það vera ákvörðun þeirra hjóna að njóta ástarinnar og lífsins saman og vera ekki feimin við að láta fólk vita hvernig þeim líður. Ástin númer eitt, vinnan númer þrjú Og það er ljóst að Hermann er svo sannarlega ástfanginn upp fyrir haus. Og er að njóta þess. „Ég skal alveg viðurkenna að það kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn. Ég hef lengi verið sá sem set frekar praktíkina framar tilfinningum þannig að það að steinliggja svona rosalega kom mér sjálfum í opna skjöldu,“ segir Hermann einlægur en hlær. ,,Það var líka eitt sem Svava gerði mér strax grein fyrir í upphafi og það er að hún hefði engan áhuga á sambandi þar sem vinnan væri númer eitt,“ segir Hermann og bætir við: Þannig að ég tók ákvörðun um að við tvö erum í fyrsta sæti, síðan koma börn og barnabörn og vinnan er síðan númer þrjú hjá mér. Sem hefur aldrei gerst áður.“ Það glampar alltaf í augun á Hermanni þegar hann talar um ástina og Svövu sína. Og ljóst að Hermann er að njóta lífsins. Hjónin elska golf, sem Svava tók sig til og lærði eftir að þau tóku saman. Hér má sjá þau með nokkrum vinum en þess má líka geta að meðeigandi Hermanns í Kemi er Bjarni Ármannsson. Sjálf á Svava þrjú börn; Malín Örlygsdóttur (f.1998) og tvíburana Jakob Þór Smári og Gunnar Berg Smári (f.2002). Barnabörn Hermanns telja líka fjögur og það getur því verið margt um manninn og glatt á hjalla. Að ferðast, stunda golf, borða góðan mat og fleira er aðeins stutt upptalning á því hvernig Hermann og Svava eru dugleg að rækta sambandið sitt og njóta lífsins. Annað sem ég er mjög hrifinn af sem Svava segir er að auðvitað eigi að vera gaman alla daga vikunnar. Mánudagar eru líka dagar. Ekki bara um helgar,“ segir Hermann og við tekur samtal um það að auðvitað eigi gleðin ekki að bíða eftir laugardögum eða sunnudögum. Um áhugamálin segir Hermann: „Svava ákvað að læra golf því hún vissi að golfið væri mitt sport og golf getur einmitt verið svo gott hjónasport því það tekur svo langan tíma. Í dag er Svava með brjálæðislega golfbakteríu og í raun miklu verri en ég,“ segir Hermann og hlær. Lærðir þú þá að elda eins og hún kann? „Nei, ég viðurkenni að það er hún sem sér alfarið um eldamennskuna. Enda eldar hún miklu betri mat en ég,“ segir Hermann, grípur um vömbina og segir svo: „Það sést líka á mér að það eru tíu kíló síðan ég kynntist henni. Slíkur er veislumaturinn heima hjá mér.“ Um vöxt og velgengni segir Hermann að annað hvort séu fyrirtæki að vaxa eða deyja. Þau sem ekki eru að vaxa, viti oft ekki að þau séu að deyja. Um lífið og aldurinn segir hann málið að mestu snúast um hugarfarið; Og það að hafa gaman alla daga vikunnar.Vísir/RAX En áður en við kveðjum Hermann er ekki úr vegi að forvitnast aðeins um nokkur önnur mál líka. Til dæmis það hvort hann hafi alltaf verið svona frakkur eða ófeiminn að tjá sig um sínar skoðanir; til dæmis þjóðfélagsmálin. „Já strax í barnaskóla. Þótt auðvitað hafi það ekki verið þjóðmálin þá. En ég er rosalega forvitinn að eðlisfari, les mikið og drekk í mig óhemju mikið magn af upplýsingum. Allt frá því að lesa ársreikninga yfir í bréf Warren Buffet. Þjóðmál hafa alltaf heillað mig en mér finnst mestu máli skipta að um þau sé rætt málefnalega og án þess að skíta út annað fólk.“ Hermann hefur líka tekið þátt í félagsstörfum atvinnulífsins í gegnum tíðina. Setið í stjórn SVÞ og Samtaka atvinnulífsins svo eitthvað sé nefnt. „Maður verður samt eigingjarnari á eiginn tíma með árunum.“ Sem þó er svo langt frá því að upplifa sig ,,gamlan.“ „Nei ég var einmitt í vikunni að keyra fram og til baka til Húsavíkur, því þess þurfti. Lagði bara snemma af stað og var kominn í bæinn aftur sama dag. Það er tempóið sem ég er á,“ segir Hermann og bætir við: Ég er ekkert að gefa eftir út af aldri. Enda held ég að þetta snúist að mestu um hugarfarið og það að bíða ekki eftir helginni heldur hafa það gaman sjö daga vikunnar.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02 „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00 Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. 21. júlí 2024 08:01 „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Sjá meira
„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01
Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02
„Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00
Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. 21. júlí 2024 08:01
„Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00