Herferðin hefur fengið nafnið „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ og er í samstarfi við Persil sem er þvottafyrirtæki. „Blóð er blóð. hvort sem það kemur úr nefi, hnénu eða leginu þínu,“ segir í kynningu á herferðinni.
Stjörnurnar Leah Williamson, Beth Mead, Katie McCabe og Kim Little eru allar í myndbandinu þar sem gert mikið úr tvískinnungnum að blóð eftir tæklingu þykir vera viðurkenningarmerki en á móti fylgir það mikil skömm ef um er að ræða blóð vegna tíðablæðinga.
Kannanir í Bretlandi sýna að 78 prósent táningsstúlkna hafa hætt í íþróttum vegna áhyggna vegna blæðinga.
Arsenal stendur líka fyrir vinnustofum sem hafa það markmið að kenna og styrkja næstu kynslóð til að spila án þess að hafa áhyggjur af eða skammast sín fyrir það að vera á blæðingum.
Stefnan er sett á það að kenna strákum jafn sem stúlkum á sama tíma þannig að bæði kynin séu með það á tandurhreinu að blæðingar eru náttúrulegur hluti af lífinu og engin ástæða fyrir að skammast sín fyrir.