Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 14:33 Paul Young sló rækilega í gegn á níunda áratugnum. Getty Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi. Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi.
Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira