Formúla 1

For­múlan gæti farið til Bangkok

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Framkvæmdastjóri Formúlu 1, Stefano Domenicali, ræðir við Paetongtarn Shinawatra, forsætisráðherra Taílands.
Framkvæmdastjóri Formúlu 1, Stefano Domenicali, ræðir við Paetongtarn Shinawatra, forsætisráðherra Taílands. afp/Lillian SUWANRUMPHA

Svo gæti farið að Formúlu 1 keppni færi fram í Bangkok, höfuðborg Taílands, á næstu árum.

Framkvæmdastjóri Formúlu 1, Stefano Domenicali, hitti forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, þar sem þeir ræddu um möguleikann á að vera með keppni í Bangkok frá 2028.

Lögleg kappakstursbraut er í Buriram í norðaustur-Taílandi en keppnin í Bangkok myndi fara fram inni í borginni.

Domenicali kvaðst hrifinn af áætlunum Taílendinga og Paetongtarn telur að það væru mikil búdrýgindi fyrir þjóðarbúið.

Eins og staðan er núna fara fjórar af 24 keppnum í Formúlu 1 á hverju tímabili fram í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×