Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 10:02 Óviti og kusk eru ekki fyrstu orðin sem manni dettur í hug þegar maður sér mynd af Hrannari og Kolbrúnu. KUSK og Óviti gáfu nýverið út „LÆT FRÁ MÉR LÆTI“ sem er fyrsta lagið af komandi breiðskífu þeirra, RÍFAST. Platan markar stökk úr svefnherbergispoppi í taktfasta raftónlist og sækir innblástur í rifrildi fólks. KUSK og Óviti, sem heita réttu nafni Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Máni Ólafsson, kynntust fyrst 2021 þegar þau voru bæði að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Síðan þá hafa þau unnið náið saman og komið mikið fram á sviði saman. Breiðskífan Rífast er sú fyrsta sem þau gera saman frá upphafi til enda. Platan sem er um átta lög að lengd er unnin í nánu samstarfi við plötuútgáfuna Sticky Records og grafíska hönnuðinum Viktor Weisshappel. Fyrsti singúllinn/stökullinn af plötunni, „LÆT FRÁ MÉR LÆTI,“ kom út föstudaginn 21. mars og hélt tvíeykið útgáfupartý á Prikinu sama dag. Blaðamaður heyrði hljóðið í þeim Kolbrúnu og Hrannari til að ræða um lagið, komandi plötu og ferilinn hingað til. Óvitinn og kuskið Það fyrsta sem maður staldrar við eru nöfnin tvö, Óviti og Kusk. Óvenjuleg listamannsnöfn sem passa þó einkar vel saman eins og ungabarn sem skríður eftir rykugu gólfi. Listamannsnafnið Óviti kemur frá einu af fyrstu lögum Hrannars sem hann gerði með Jóa P árið 2021. Nafnið er því ekki vísun í neina raunverulega óvitahegðun eða atburði en hæfir tónlist Hrannars sem einkennist af mikilli útrás og hasar. „Nafnið KUSK er eins konar orðaleikur með nafnið mitt en ég heiti Kolbrún Óskarsdóttir og hefði skammstöfunin því verið KOSK,“ segir Kolbrún um tilkomu síns listamannsnafns. Henni hafi lengi fundist orðið kusk skondið og vanmetið og því ákveðið að velja sér það. Annað sem vekur athygli er að þrátt fyrir að mynda eiginlegt tvíeyki, gera mikla tónlist saman og koma alltaf fram saman þá bera þau ekki formlegt tvíeykisnafn. Platan Rífast einkennist af útrás og togstreitu. „Þetta byrjaði kannski ekki sem dúó en svo byrjuðum við að spila svo mikið saman live og vinna að öllu saman að þetta hefur þróast í tvíeyki,“ segir Hrannar. Að sögn Hrannars er fyrirkomulagið ekki ósvipað og hjá Jóa P og Króla, tveir tónlistarmenn sem gefa út tónlist undir eigin nafni en vinna líka mikið saman. Úr svefnherbergispoppi í trumbubassann Á nýju plötunni kveður við nýjan tón hvað tónlistarstefnu þeirra varðar. „Hingað til höfum verið mikið í poppinu og indie-bedroom inn á milli. Við höfum bæði mikið verið að vinna með „live“ hljóðfæri en núna setjum við stefnuna meira í drum-n-bass, drífandi takta og fáum mikinn innblástur úr synthwave. Þetta er meiri raftónlist en áður,“ segir Kolbrún. Hrannar bætir við að þetta sé í raun 180 gráðu stefnubreyting. Stefnubreytingin sé tilkomin eftir að þau ákváðu að prófa semja eitthvað allt öðruvísi en þau á tónleikum sínum á Kex í fyrra. Þá hafi ekki verið aftur snúið. „Við höfum aldrei fengið jafn góðar viðtökur, fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta í „crowdinu“ og það var svo gaman fyrir okkur að spila þetta. Við fengum á tilfinninguna að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að vinna áfram með,“ segir Hrannar. Útrás, togstreita og rifrildi Kolbrún segir að innblástur við lagasmíðar plötunnar sé mikið sóttur í samtöl fólks, þá sérstaklega rifrildi. „Við semjum textana mikið út frá togstreitu. Og erum oft að syngja á móti hvort öðru sem er búið að vera einkennandi fyrir alla plötuna,“ segir Kolbrún. Nýja platan einkennist af drífandi töktum og mikilli útrás. „Mikil útrás, það er líka þema á plötunni. Útrás í þemum í textum og vali á hljóðfærum en líka útrás fyrir okkur að semja,“ segir Kolbrún. Er þetta allt skrifað í samvinnu eða hvernig er sköpunarferlið? „Við leigjum saman stúdíó uppi í Tónhyl þannig við erum alltaf saman að semja,“ segir Kolbrún. „Og meirihlutinn af lögunum kemur oftast í einni bunu. Þá verður oft allt lagið til á sex tímum svo klárum við að fínpússa það seinna,“ segir Hrannar. Textagerð og lagasmíðar eru þá samhangandi? „Þetta er í rauninni algjör súpa,“ segir Kolbrún. Hrannar tekur undir með Kolbrúnu og bætir við: „Ég sit oft við tölvuna að laga hugmyndir sem við erum búin að fá og þá er Kolbrún komin með línur og texta.“ Er ekkert erfitt að vera alltaf tvö saman? „Við vorum í hljómsveit fyrir mörgum árum og kynntumst þar og það er töluvert auðveldara að vera bara tvö en sex. Við erum einhvern veginn með styrkleika og veikleika sem vega hvor aðra upp,“ segir Hrannar. „Svo erum við líka góðir vinir þannig þetta er alltaf gaman,“ bætir Kolbrún við. Hvenær er von á plötunni? „Fyrir sumar,“ segir Kolbrún. „Það kemur annar singúll á næstu misserum og svo kemur platan.“ Tónlist Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
KUSK og Óviti, sem heita réttu nafni Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Máni Ólafsson, kynntust fyrst 2021 þegar þau voru bæði að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Síðan þá hafa þau unnið náið saman og komið mikið fram á sviði saman. Breiðskífan Rífast er sú fyrsta sem þau gera saman frá upphafi til enda. Platan sem er um átta lög að lengd er unnin í nánu samstarfi við plötuútgáfuna Sticky Records og grafíska hönnuðinum Viktor Weisshappel. Fyrsti singúllinn/stökullinn af plötunni, „LÆT FRÁ MÉR LÆTI,“ kom út föstudaginn 21. mars og hélt tvíeykið útgáfupartý á Prikinu sama dag. Blaðamaður heyrði hljóðið í þeim Kolbrúnu og Hrannari til að ræða um lagið, komandi plötu og ferilinn hingað til. Óvitinn og kuskið Það fyrsta sem maður staldrar við eru nöfnin tvö, Óviti og Kusk. Óvenjuleg listamannsnöfn sem passa þó einkar vel saman eins og ungabarn sem skríður eftir rykugu gólfi. Listamannsnafnið Óviti kemur frá einu af fyrstu lögum Hrannars sem hann gerði með Jóa P árið 2021. Nafnið er því ekki vísun í neina raunverulega óvitahegðun eða atburði en hæfir tónlist Hrannars sem einkennist af mikilli útrás og hasar. „Nafnið KUSK er eins konar orðaleikur með nafnið mitt en ég heiti Kolbrún Óskarsdóttir og hefði skammstöfunin því verið KOSK,“ segir Kolbrún um tilkomu síns listamannsnafns. Henni hafi lengi fundist orðið kusk skondið og vanmetið og því ákveðið að velja sér það. Annað sem vekur athygli er að þrátt fyrir að mynda eiginlegt tvíeyki, gera mikla tónlist saman og koma alltaf fram saman þá bera þau ekki formlegt tvíeykisnafn. Platan Rífast einkennist af útrás og togstreitu. „Þetta byrjaði kannski ekki sem dúó en svo byrjuðum við að spila svo mikið saman live og vinna að öllu saman að þetta hefur þróast í tvíeyki,“ segir Hrannar. Að sögn Hrannars er fyrirkomulagið ekki ósvipað og hjá Jóa P og Króla, tveir tónlistarmenn sem gefa út tónlist undir eigin nafni en vinna líka mikið saman. Úr svefnherbergispoppi í trumbubassann Á nýju plötunni kveður við nýjan tón hvað tónlistarstefnu þeirra varðar. „Hingað til höfum verið mikið í poppinu og indie-bedroom inn á milli. Við höfum bæði mikið verið að vinna með „live“ hljóðfæri en núna setjum við stefnuna meira í drum-n-bass, drífandi takta og fáum mikinn innblástur úr synthwave. Þetta er meiri raftónlist en áður,“ segir Kolbrún. Hrannar bætir við að þetta sé í raun 180 gráðu stefnubreyting. Stefnubreytingin sé tilkomin eftir að þau ákváðu að prófa semja eitthvað allt öðruvísi en þau á tónleikum sínum á Kex í fyrra. Þá hafi ekki verið aftur snúið. „Við höfum aldrei fengið jafn góðar viðtökur, fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta í „crowdinu“ og það var svo gaman fyrir okkur að spila þetta. Við fengum á tilfinninguna að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að vinna áfram með,“ segir Hrannar. Útrás, togstreita og rifrildi Kolbrún segir að innblástur við lagasmíðar plötunnar sé mikið sóttur í samtöl fólks, þá sérstaklega rifrildi. „Við semjum textana mikið út frá togstreitu. Og erum oft að syngja á móti hvort öðru sem er búið að vera einkennandi fyrir alla plötuna,“ segir Kolbrún. Nýja platan einkennist af drífandi töktum og mikilli útrás. „Mikil útrás, það er líka þema á plötunni. Útrás í þemum í textum og vali á hljóðfærum en líka útrás fyrir okkur að semja,“ segir Kolbrún. Er þetta allt skrifað í samvinnu eða hvernig er sköpunarferlið? „Við leigjum saman stúdíó uppi í Tónhyl þannig við erum alltaf saman að semja,“ segir Kolbrún. „Og meirihlutinn af lögunum kemur oftast í einni bunu. Þá verður oft allt lagið til á sex tímum svo klárum við að fínpússa það seinna,“ segir Hrannar. Textagerð og lagasmíðar eru þá samhangandi? „Þetta er í rauninni algjör súpa,“ segir Kolbrún. Hrannar tekur undir með Kolbrúnu og bætir við: „Ég sit oft við tölvuna að laga hugmyndir sem við erum búin að fá og þá er Kolbrún komin með línur og texta.“ Er ekkert erfitt að vera alltaf tvö saman? „Við vorum í hljómsveit fyrir mörgum árum og kynntumst þar og það er töluvert auðveldara að vera bara tvö en sex. Við erum einhvern veginn með styrkleika og veikleika sem vega hvor aðra upp,“ segir Hrannar. „Svo erum við líka góðir vinir þannig þetta er alltaf gaman,“ bætir Kolbrún við. Hvenær er von á plötunni? „Fyrir sumar,“ segir Kolbrún. „Það kemur annar singúll á næstu misserum og svo kemur platan.“
Tónlist Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira