„Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 10:31 Arnar stýrir hér æfingu landsliðsins á Spáni á dögunum. Mynd: KSÍ Spenningurinn hefur gert rækilega var um sig hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni sem stýrir sínum fyrsta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Undirbúningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur. Íslenska landsliðið heimsækir Kósovó í Pristina í kvöld og það er uppselt á leikinn og um fjórtán þúsund Kósóvar sem munu styðja heimamenn áfram. Það er í kvöld sem vegferð íslenska landsliðsins hefst formlega undir stjórn Arnars sem hefur haft í nægu að snúast með liðið á Spáni undanfarna daga því tíminn sem liðið hefur saman fram að fyrsta leik hefur verið knappur. Klippa: Viðtal við Arnar landsliðsþjálfara „Fiðringurinn er kominn, sérstaklega núna þegar að við erum lentir í Kósovó, mættir hingað á völlinn og búnir að kíkja á grasið. Það er óneitanlega kominn mikill spenningur í bæði mig og hópinn. Undirbúningurinn hefur verið góður, ég er mjög ánægður með þessa tvo til þrjá daga sem við höfum haft saman. Mikið af upplýsingum, langir fundir og góðar æfingar. Það er allt klárt.“ Þetta eru aðeins nokkrir dagar sem þið hafið saman fram að þessum fyrsta leik. Hverju hefurðu þurft að koma á framfæri á þessum dögum, hverjar eru áherslurnar? „Ég þarf bara að koma öllu frá mér. Reyni að koma inn fimm árum af upplýsingum í þrjá fundi og tvær æfingar. Strákarnir hafa verið frábærir í þessari stöðu. Það er erfitt að hafa svona knappan tíma til að koma inn miklum upplýsingum en við verðum einhvers staðar að byrja. Þetta er núllpunktur núna. Við byrjum á þessu. Menn gera fullt af mistökum í leiknum gegn Kósovó í kvöld og læra af því, við höldum svo áfram og munum gera mistök í júní glugganum en svo verðum við klárir í september þegar að undankeppni HM hefst.“ En hvað vill Arnar sjá í leik liðsins í kvöld? „Ég vil sjá að það sé ljós eftir leikinn að við getum svo haldið áfram í júní gluggann, að það verði framfarir og að við höfum séð eitthvað DNA, einhverja heildarmynd og byggjum svo ofan á það. Auðvitað viljum við vinna leikinn, engin spurning. Viljum komast áfram í þessu tveggja leikja einvígi. Þetta er ekki einn leikur og svo búið. Hvað þýðir að ná í góð úrslit í í þessum fyrri leik? Kannski er jafntefli góð úrslit, auðvitað vil ég vinna en ég vil samt ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir. Þá á ég við að þetta verð einhver heppnissigur og að við getum ekki tekið neitt með okkur í næsta leik. Ég er svolítið að horfa í sterka frammistöðu í þessum fyrri leik gegn Kósovó, að strákarnir séu nógu hugaðir til að reyna framfylgja því sem við höfum gert á æfingum og fundum hingað til.“ Bein útsending og opin dagskrá hefst frá leik Kósovó og Íslands á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta í kvöld. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Er betra að vinna eða tapa í kvöld? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? 20. mars 2025 07:30 „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið heimsækir Kósovó í Pristina í kvöld og það er uppselt á leikinn og um fjórtán þúsund Kósóvar sem munu styðja heimamenn áfram. Það er í kvöld sem vegferð íslenska landsliðsins hefst formlega undir stjórn Arnars sem hefur haft í nægu að snúast með liðið á Spáni undanfarna daga því tíminn sem liðið hefur saman fram að fyrsta leik hefur verið knappur. Klippa: Viðtal við Arnar landsliðsþjálfara „Fiðringurinn er kominn, sérstaklega núna þegar að við erum lentir í Kósovó, mættir hingað á völlinn og búnir að kíkja á grasið. Það er óneitanlega kominn mikill spenningur í bæði mig og hópinn. Undirbúningurinn hefur verið góður, ég er mjög ánægður með þessa tvo til þrjá daga sem við höfum haft saman. Mikið af upplýsingum, langir fundir og góðar æfingar. Það er allt klárt.“ Þetta eru aðeins nokkrir dagar sem þið hafið saman fram að þessum fyrsta leik. Hverju hefurðu þurft að koma á framfæri á þessum dögum, hverjar eru áherslurnar? „Ég þarf bara að koma öllu frá mér. Reyni að koma inn fimm árum af upplýsingum í þrjá fundi og tvær æfingar. Strákarnir hafa verið frábærir í þessari stöðu. Það er erfitt að hafa svona knappan tíma til að koma inn miklum upplýsingum en við verðum einhvers staðar að byrja. Þetta er núllpunktur núna. Við byrjum á þessu. Menn gera fullt af mistökum í leiknum gegn Kósovó í kvöld og læra af því, við höldum svo áfram og munum gera mistök í júní glugganum en svo verðum við klárir í september þegar að undankeppni HM hefst.“ En hvað vill Arnar sjá í leik liðsins í kvöld? „Ég vil sjá að það sé ljós eftir leikinn að við getum svo haldið áfram í júní gluggann, að það verði framfarir og að við höfum séð eitthvað DNA, einhverja heildarmynd og byggjum svo ofan á það. Auðvitað viljum við vinna leikinn, engin spurning. Viljum komast áfram í þessu tveggja leikja einvígi. Þetta er ekki einn leikur og svo búið. Hvað þýðir að ná í góð úrslit í í þessum fyrri leik? Kannski er jafntefli góð úrslit, auðvitað vil ég vinna en ég vil samt ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir. Þá á ég við að þetta verð einhver heppnissigur og að við getum ekki tekið neitt með okkur í næsta leik. Ég er svolítið að horfa í sterka frammistöðu í þessum fyrri leik gegn Kósovó, að strákarnir séu nógu hugaðir til að reyna framfylgja því sem við höfum gert á æfingum og fundum hingað til.“ Bein útsending og opin dagskrá hefst frá leik Kósovó og Íslands á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta í kvöld.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Er betra að vinna eða tapa í kvöld? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? 20. mars 2025 07:30 „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira
Er betra að vinna eða tapa í kvöld? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? 20. mars 2025 07:30
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40