„Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 22:04 Guðlaugur Victor Pálsson fór yfir málin strax eftir leik í Pristina í kvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er mjög svekkjandi,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í kvöld, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Hann segir eðlilegt að margt þurfi að bæta eftir fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. „Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
„Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05
Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33