„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2025 22:26 Arnar segir unga leikmenn liðsins þurfa að læra að hafa stjórn á leikjum. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. „Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
„Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira