Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 07:31 Óvíst er hvernig Cristiano Ronaldo leið þegar Rasmus Höjlund fagnaði með hans hætti, beint fyrir framan hann. Samsett/Getty Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Eftir mikla eyðimerkurgöngu með United náði Höjlund loks að skora í síðasta leik liðsins og hann endurtók leikinn á Parken í gærkvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Í þetta sinn tók hann „siiiiiu“-fagnið sem flestir þekkja, úr smiðju Ronaldo, á meðan portúgalska goðið stóð með hendur á mjöðm og horfði á. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Höjlund eftir leik í gær, samkvæmt Ekstra Bladet. RASMUS HOJLUND COMES OFF THE BENCH TO GIVE DENMARK THE LEAD VS. PORTUGAL 🔥HE HIT THE "SIUUU" IN FRONT OF RONALDO 😳 pic.twitter.com/FvOoe0jwZ1— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2025 Sá mynd af Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins „Ég varð United-aðdáandi út af honum og ég fór að fylgjast með Real Madrid og Juventus út af honum. Ég man að ég sá mynd af honum þar sem hann lá í nærbuxum og ég hugsaði með mér að svona vildi ég líta út, svo ég fór að gera armbeygjur og magaæfingar á hverjum degi áður en ég fór að sofa. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Höjlund og leyndi ekki aðdáun sinni á Ronaldo. „Ég fór á leik árið 2009 þar sem hann skoraði úr aukaspyrnu og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi. Besti vinur minn var líka á vellinum núna og við höfum alltaf haldið mikið upp á hann,“ sagði Höjlund ánægður. Ballið er ekki búið því liðin mætast aftur í Lissabon á sunnudaginn. Sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Eftir mikla eyðimerkurgöngu með United náði Höjlund loks að skora í síðasta leik liðsins og hann endurtók leikinn á Parken í gærkvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Í þetta sinn tók hann „siiiiiu“-fagnið sem flestir þekkja, úr smiðju Ronaldo, á meðan portúgalska goðið stóð með hendur á mjöðm og horfði á. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Höjlund eftir leik í gær, samkvæmt Ekstra Bladet. RASMUS HOJLUND COMES OFF THE BENCH TO GIVE DENMARK THE LEAD VS. PORTUGAL 🔥HE HIT THE "SIUUU" IN FRONT OF RONALDO 😳 pic.twitter.com/FvOoe0jwZ1— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2025 Sá mynd af Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins „Ég varð United-aðdáandi út af honum og ég fór að fylgjast með Real Madrid og Juventus út af honum. Ég man að ég sá mynd af honum þar sem hann lá í nærbuxum og ég hugsaði með mér að svona vildi ég líta út, svo ég fór að gera armbeygjur og magaæfingar á hverjum degi áður en ég fór að sofa. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Höjlund og leyndi ekki aðdáun sinni á Ronaldo. „Ég fór á leik árið 2009 þar sem hann skoraði úr aukaspyrnu og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi. Besti vinur minn var líka á vellinum núna og við höfum alltaf haldið mikið upp á hann,“ sagði Höjlund ánægður. Ballið er ekki búið því liðin mætast aftur í Lissabon á sunnudaginn. Sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslit Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn