Fjölskyldu Arnórs hótað Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 09:00 Arnór Sigurðsson er mættur aftur í sænsku úrvalsdeildina en nú með meisturum Malmö. Malmö FF Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað. Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti