Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 13:53 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira