„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 16:29 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir ræddi blaðamannafund þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag, þar sem fyrirhugaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds voru kynntar, í þinginu í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að innheimt veiðigjöld geti hækkað að meðaltali um allt að hundrað prósent eftir breytingarnar. Raunar segir í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald að veiðigjald á makríl gæti hækkað um 438 prósent. Mikilvægt að staldra við „Rétt er að staldra aðeins við hvað þar kom fram,“ sagði Hildur um fund ráðherranna. „Ég fullyrði að óumdeilt sé að framúrskarandi lífskjör íslensku þjóðarinnar byggi á samkeppnishæfni útflutningsstoða okkar. Undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, ferðaþjónustu, hugviti, framleiðslu á áli og sjávarútvegi.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé skýrt kveðið á um að stefna skuli að aukinni verðmætasköpun í íslensku hagkerfi. Það ætti því að vera ríkisstjórninni kappsmál að styðja við samkeppnishæfni þessara undirstöðuatvinnugreina sem og annarra, fjölga störfum og þannig styðja við hagvöxt og lífskjör. Ríkisstjórnin ætli að gera meira en ætti að gera minna „Stundum þýðir það einfaldlega að ríkið þurfi að gera minna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að gera meira, að minnsta kosti hvað snertir bæði ferðaþjónustu og sjávarútveg,“ segir Hildur. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um starfsemi atvinnugreina hér á landi, hvað sem þær heita. Reglur séu vissulega mannanna verk og ekki skrifaðar í stein. Það sé sjálfsagt að skoða hvort tilefni sé til að breyta þeim. „Samhliða er mikilvægt að hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu um land allt. Á undanförnum áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að gera íslenskan sjávarútveg sjálfbæran og arðbæran, þannig að óvíða í heiminum er sjávarútvegurinn rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi eftirsóknarverða staða varð ekki til úr engu heldur byggir hún á rannsóknum og ákvörðunum út frá þeim. Þær breytingar á kerfinu sem til umræðu eru verða að skoðast með þetta til hliðsjónar. Frú forseti. Hér er mikið í húfi og mikilvægt að vanda til verka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira