„Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:46 Örvar Marteinsson, formaður Samtaka smærri útgerða, segir boðaða hækkun kvíðvænlega. Samtök smærri útgerða Formaður Samtaka smærri útgerða segir fyrirhugaða hækkun á veiðigjaldi reiðarslag fyrir landsbyggðina. Fram undan séu kjarasamningsviðræður við sjómenn á smábátum en hækkunin muni hafa það með í för með sér að ekkert verði til skiptanna. Atvinnuvegaráðherra segir orðræðu um uppsagnir fráleitar. Atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra kynntu í gær breytingar sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í á útreikningi veiðigjalds en með breytingunum verður veiðigjaldið því sem næst tvöfaldað. Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir hækkunina reiðarslag fyrir landsbyggðina. „Þetta er reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla. Ég hef bara mjög miklar áhyggjur af þessum þorpum. Ég skil ekki hvernig þessi ríkisstjórn hugsar. Þetta er svo mikil veruleikafirring að ímynda sér að ríkissjóður fái meiri tekjur út á þetta af því að í fyrsta lagi ef þetta fer, sem lítur út fyrir að vera að fara, þá býst ég við því að fullt af fólki verði sagt upp og þá verður ríkissjóður af skatttekjum að sjálfsögðu.“ Fjölskyldur hafi afkomukvíða Hækkunin valdi kvíða og óvissu. „Þetta er mjög kvíðvænlegt. Ég stend hérna í eldhúsglugganum heima og horfi niður á bryggju og horfi á vertíðarbáta sem hafa skapað fjölskyldum hérna í Ólafsvík og Snæfellsbæ vinnu á ársgrundvelli. Það fer bara um mig, ég held að kvíðinn líka og óvissan hjá fólkinu sem vinnur hjá þessum útgerðum, ég held að kvíðinn sé yfir framtíðarafkomu fjölskyldnanna.“ Innan Samtaka smærri útgerða séu að mestu leyti útgerðir sem gera út á línuveiðar. „Línuveiðar eru dýrar og þetta er algjör aðför að þessum útgerðum því við megum ekki veiða með önnur veiðarfæri. Þeir sem eru í krókaaflamarkinu, við getum ekki hagrætt og nú eru fram undan kjarasamningar við sjómenn á smábátum og þetta útspil, að ætla að fara að hækka veiðigjaldið og tvöfalda það, það gerir það að verkum að það er ekkert til skiptanna.“ Ríkisstjórnin hyggst taka tillit til smærri og meðalstórra útgerða með aðgerðum eins og að hækka frítekjumarkið og þrepaskipta því. Finnst þér þær ekki vera nóg? „Það er langt frá því að vera nóg. Langt frá því að vera nóg og ég hef bara rosalega miklar áhyggjur af sjávarþorpunum úti á landi,“ segir Örvar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri leiðrétting. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar síðustu ár. „Þá er fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina eða valda þeim þvílíku höggi að þau neyðist til að draga saman seglin í mjög arðbærri atvinnugrein. Velji einstaka útgerðir að bregðast svona við af því þær sjá ofsjónum yfir því sanngjarna gjaldi sem þær greiða fyrir afnot, fyrir nýtingarréttinn, af þjóðarauðlindinni, þá er akkúrat núna lítið við því að gera.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra kynntu í gær breytingar sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í á útreikningi veiðigjalds en með breytingunum verður veiðigjaldið því sem næst tvöfaldað. Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir hækkunina reiðarslag fyrir landsbyggðina. „Þetta er reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla. Ég hef bara mjög miklar áhyggjur af þessum þorpum. Ég skil ekki hvernig þessi ríkisstjórn hugsar. Þetta er svo mikil veruleikafirring að ímynda sér að ríkissjóður fái meiri tekjur út á þetta af því að í fyrsta lagi ef þetta fer, sem lítur út fyrir að vera að fara, þá býst ég við því að fullt af fólki verði sagt upp og þá verður ríkissjóður af skatttekjum að sjálfsögðu.“ Fjölskyldur hafi afkomukvíða Hækkunin valdi kvíða og óvissu. „Þetta er mjög kvíðvænlegt. Ég stend hérna í eldhúsglugganum heima og horfi niður á bryggju og horfi á vertíðarbáta sem hafa skapað fjölskyldum hérna í Ólafsvík og Snæfellsbæ vinnu á ársgrundvelli. Það fer bara um mig, ég held að kvíðinn líka og óvissan hjá fólkinu sem vinnur hjá þessum útgerðum, ég held að kvíðinn sé yfir framtíðarafkomu fjölskyldnanna.“ Innan Samtaka smærri útgerða séu að mestu leyti útgerðir sem gera út á línuveiðar. „Línuveiðar eru dýrar og þetta er algjör aðför að þessum útgerðum því við megum ekki veiða með önnur veiðarfæri. Þeir sem eru í krókaaflamarkinu, við getum ekki hagrætt og nú eru fram undan kjarasamningar við sjómenn á smábátum og þetta útspil, að ætla að fara að hækka veiðigjaldið og tvöfalda það, það gerir það að verkum að það er ekkert til skiptanna.“ Ríkisstjórnin hyggst taka tillit til smærri og meðalstórra útgerða með aðgerðum eins og að hækka frítekjumarkið og þrepaskipta því. Finnst þér þær ekki vera nóg? „Það er langt frá því að vera nóg. Langt frá því að vera nóg og ég hef bara rosalega miklar áhyggjur af sjávarþorpunum úti á landi,“ segir Örvar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri leiðrétting. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar síðustu ár. „Þá er fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina eða valda þeim þvílíku höggi að þau neyðist til að draga saman seglin í mjög arðbærri atvinnugrein. Velji einstaka útgerðir að bregðast svona við af því þær sjá ofsjónum yfir því sanngjarna gjaldi sem þær greiða fyrir afnot, fyrir nýtingarréttinn, af þjóðarauðlindinni, þá er akkúrat núna lítið við því að gera.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11
Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00