Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 12:43 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent