Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 15:36 Úr einum þáttanna í sjöundu þáttaröð Black Mirror. Netflix Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister. Þættirnir hafa í gegnum árin meðal annars verið notaðir til að varpa ljósi á skuggahliðar samfélagsmiðla, tækninnar og fleiri anga nútímasamfélagsins með mikilli háðsádeilu. Hver þáttur hefur stakan söguþráð en nú verður einn framhaldsþáttur sýndur, sem er framhald þáttar úr fjórðu þáttaröð sem margir segja með betri þáttum seríunnar. Fyrstu Black Mirror þættirnir voru sýndir á Channel 4 í Bretlandi í desember 2011 en fyrsti þátturinn naut strax mikillar athygli. Hann gekk út á það að ímyndaður forsætisráðherra Bretlands var þvingaður til að hafa mök við svín til að bjarga lífi prinsessu. Síðan þá hafa nýjar þáttaraðir verið birtar með mjög óreglulegu millibili og óreglulegum fjölda þátta. Einn þáttanna í fjórðu þáttaröð var tekinn upp hér á Íslandi. Eins og áður segir eru þættirnir að þessu sinni sex Sýning þáttanna hefst þann 10. apríl. Fyrsti þátturinn ber titilinn Common People en þar eru í aðalhlutverkum þau Rashida Jones, Chris O'Dowd og Tracee Ellis Ross. Annar þátturinn heitir Béte Noire en þar eru í aðalhlutverkum þau Rosy McEwen og Siena Kelly. Þriðji þátturinn er Eulogy, með þeim Paul Giamatti og Patsy Ferran. Sá fjórði heitir Plaything með Peter Capaldi og Lewis Gribben, auk þeirra Will Poulter og Asim Chaudhry. Fimmti þátturinn er kallaður Hotel Reverie og þar eru í aðalhlutverkum þær Emma Corrin, Issa Rae og Awkwafina. Sjötti þátturinn heitir svo USS Callister: Into Infinity með þeim Cristin Milioti og Jimmi Simpson. Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þættirnir hafa í gegnum árin meðal annars verið notaðir til að varpa ljósi á skuggahliðar samfélagsmiðla, tækninnar og fleiri anga nútímasamfélagsins með mikilli háðsádeilu. Hver þáttur hefur stakan söguþráð en nú verður einn framhaldsþáttur sýndur, sem er framhald þáttar úr fjórðu þáttaröð sem margir segja með betri þáttum seríunnar. Fyrstu Black Mirror þættirnir voru sýndir á Channel 4 í Bretlandi í desember 2011 en fyrsti þátturinn naut strax mikillar athygli. Hann gekk út á það að ímyndaður forsætisráðherra Bretlands var þvingaður til að hafa mök við svín til að bjarga lífi prinsessu. Síðan þá hafa nýjar þáttaraðir verið birtar með mjög óreglulegu millibili og óreglulegum fjölda þátta. Einn þáttanna í fjórðu þáttaröð var tekinn upp hér á Íslandi. Eins og áður segir eru þættirnir að þessu sinni sex Sýning þáttanna hefst þann 10. apríl. Fyrsti þátturinn ber titilinn Common People en þar eru í aðalhlutverkum þau Rashida Jones, Chris O'Dowd og Tracee Ellis Ross. Annar þátturinn heitir Béte Noire en þar eru í aðalhlutverkum þau Rosy McEwen og Siena Kelly. Þriðji þátturinn er Eulogy, með þeim Paul Giamatti og Patsy Ferran. Sá fjórði heitir Plaything með Peter Capaldi og Lewis Gribben, auk þeirra Will Poulter og Asim Chaudhry. Fimmti þátturinn er kallaður Hotel Reverie og þar eru í aðalhlutverkum þær Emma Corrin, Issa Rae og Awkwafina. Sjötti þátturinn heitir svo USS Callister: Into Infinity með þeim Cristin Milioti og Jimmi Simpson.
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein