„Frábært að stela heimavellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2025 22:05 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. „Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
„Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira