„Mótlætið styrkir mann“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 17:31 Andrea Rán í leik með íslenska landsliðinu gegn Sviss á dögunum Vísir/Getty Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira