Lífið

Arnhildur og Al­freð selja í­búð með „ná­granna úr gulli“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnhildur og Alfreð hafa innréttað íbúðina á smekklegan hátt.
Arnhildur og Alfreð hafa innréttað íbúðina á smekklegan hátt.

Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, hafa sett fallega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 94, 9 milljónir.

Um er að ræða þriggja herbergja íbúð sem telur 102,5 fermetra. Íbúðin er á annarri hæð í lyftuhúsi sem var byggt árið 2020. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, opið og bjart aðalrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa flæða saman í eitt. Útgengt er á tvennar svalir úr rýminu, norður og suður svalir.

„Valshlíðin okkar er komin á sölu. Hér efur verið yndislegt að búa síðustu ár. Eignin er mjög miðsvæðis og stutt í alla þjónjustu. Miðbærinn í göngufæri, nágrannar úr gulli, leikvöllur í garðinum, stæði og hleðslustöð í bílakjallara og fleira,“ skrifar Arnhildur og deilir eigninni á Instagram.

Heimili fjölskyldunnar er afar hlýlegt og fallega innréttað þar sem vegleg húsgögn, náttúrulegur efniviður og jarðlita tónar skapa notalega stemningu.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.