„Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:52 Ingibjörg bar fyrirliðabandið og leiddi íslenska liðið í fyrsta sinn út á völl í dag. vísir / anton brink Ingibjörg Sigurðardóttir leiddi íslenska landsliðið í fyrsta sinn sem fyrirliði, í markalausu jafntefli gegn Noregi á Þróttarvellinum. Hún segir aukin spenning hafa fylgt því að bera bandið, sem hvarf um leið og leikurinn byrjaði. Hún hjálpaði við að halda íslenska markinu hreinu en var engu að síður svekkt með niðurstöðu leiksins. „Mér fannst við eiga skilið að vinna. Þannig að ég er smá vonsvikin, en á sama tíma var þetta mjög flottur leikur hjá liðinu. Við sköpum fullt og verjumst vel“ sagði Ingibjörg fljótlega eftir leik. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá Íslandi en var það ekki í dag. Færanýtingin var hins vegar vandamál. „Það kemur allt. Við þurfum bara að halda áfram að koma okkur í þessi færi, vera ískaldar í hausnum og þá kemur þetta. Það er ekkert annað en það.“ Þetta var fyrsti leikur Ingibjargar sem fyrirliði, hún hefur verið varafyrirliði undanfarin ár og bar bandið í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í dag. „Tilfinningin var mjög sérstök. Mjög góð tilfinning og auðvitað aukinn spenningur, en það bara fór um leið og leikurinn byrjaði. Ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirliðinn söng þjóðsönginn af krafti. Vísir / Anton Brink Varla verður kvartað yfir frammistöðu fyrirliðans, markið hélst hreint. „Já, það er okkar verkefni í vörninni, en væri fínt að geta skorað líka.“ Ingibjörg sagði uppspil íslenska liðsins hafa gengið ágætlega en liðið mætti stundum halda betur í boltann í stað þess að leita langt. „Þegar þær pressa hátt þá þýðir ekkert að vera með stuttar sendingar inn á miðjuna, betra bara að spila yfir þær. En síðan þurfum við aðeins að halda í boltann betur og styðja við eins og Karólínu til dæmis, hún er rosa mikið ein og mikil vinna fyrir hana.“ Framundan er leikur gegn Sviss næsta þriðjudag, þar sem Ísland mun freista þess að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni. „Við töluðum um að ef við myndum spila svona á móti Sviss þá myndum við vinna þær. Við þurfum bara að klára færin og halda áfram að standa okkur í vörninni líka“ sagði Ingibjörg að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. 4. apríl 2025 19:31 „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. 4. apríl 2025 19:24 „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 4. apríl 2025 19:21 Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. 4. apríl 2025 19:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
„Mér fannst við eiga skilið að vinna. Þannig að ég er smá vonsvikin, en á sama tíma var þetta mjög flottur leikur hjá liðinu. Við sköpum fullt og verjumst vel“ sagði Ingibjörg fljótlega eftir leik. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá Íslandi en var það ekki í dag. Færanýtingin var hins vegar vandamál. „Það kemur allt. Við þurfum bara að halda áfram að koma okkur í þessi færi, vera ískaldar í hausnum og þá kemur þetta. Það er ekkert annað en það.“ Þetta var fyrsti leikur Ingibjargar sem fyrirliði, hún hefur verið varafyrirliði undanfarin ár og bar bandið í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í dag. „Tilfinningin var mjög sérstök. Mjög góð tilfinning og auðvitað aukinn spenningur, en það bara fór um leið og leikurinn byrjaði. Ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirliðinn söng þjóðsönginn af krafti. Vísir / Anton Brink Varla verður kvartað yfir frammistöðu fyrirliðans, markið hélst hreint. „Já, það er okkar verkefni í vörninni, en væri fínt að geta skorað líka.“ Ingibjörg sagði uppspil íslenska liðsins hafa gengið ágætlega en liðið mætti stundum halda betur í boltann í stað þess að leita langt. „Þegar þær pressa hátt þá þýðir ekkert að vera með stuttar sendingar inn á miðjuna, betra bara að spila yfir þær. En síðan þurfum við aðeins að halda í boltann betur og styðja við eins og Karólínu til dæmis, hún er rosa mikið ein og mikil vinna fyrir hana.“ Framundan er leikur gegn Sviss næsta þriðjudag, þar sem Ísland mun freista þess að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni. „Við töluðum um að ef við myndum spila svona á móti Sviss þá myndum við vinna þær. Við þurfum bara að klára færin og halda áfram að standa okkur í vörninni líka“ sagði Ingibjörg að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. 4. apríl 2025 19:31 „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. 4. apríl 2025 19:24 „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 4. apríl 2025 19:21 Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. 4. apríl 2025 19:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. 4. apríl 2025 19:31
„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. 4. apríl 2025 19:24
„Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 4. apríl 2025 19:21
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. 4. apríl 2025 19:00