Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 10:22 Giorgi Mamardashvili ræðir við Real Madrid stjörnuna Vinicius Junior áður en Brasilíumaðurinn tók vítið. Mamardashvili varði síðan vítið. Getty/Alberto Gardi Georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var í aðalhlutverki þegar Valencia vann mjög óvæntan sigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn í toppbaráttu spænsku deildarinnar. Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn