Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 11:44 Gámar í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Vöruviðskipti voru óhagstæð um 38,6 milljarða í mars sem er nokkuð verri niðurstaða en í sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta segja bráðabirgðatölur Hagstofunnar. Þá voru vöruviðskiptin óhagstæð um 29,1 milljarð króna. Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2025 var því 9,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði var óhagstæður um 430,6 milljarða króna sem er 58,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 8% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í mars 2025 var 15,2 milljörðum króna meiri (24%) en í mars 2024, fór úr 64,3 milljörðum króna í 79,6 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 987,6 milljarðar króna og jókst um 72,2 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 8% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 55% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 12% samanborið við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 1% í samanburði við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 10% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 118,2 milljörðum króna í mars 2025 samanborið við 93,4 milljarða í mars 2024 og jókst því um 24,8 milljarða króna eða um 27%. Verðmæti vöruinnflutnings á tólf mánaða tímabili var 1.418,2 milljarðar króna og jókst um 130,5 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða 10% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur var í innflutningi á eldsneyti og á smurolíum og flutningatækjum en á móti kom aukning á innflutningi á flestum öðrum liðum, mest þó á fjárfestingarvörum og hrá- og rekstrarvörum. „Mikinn vöxt í fjárfestingavörum má að verulegu leyti rekja til umfangsmikils innflutnings tölvuvara fyrirtækja sem reka gagnaver í landinu,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Meðaltal gengisvísitölu síðustu tólf mánaða var 194,3, veiktist um 0,2% (194,0) frá tólf mánaða tímabili ári fyrr. Gengið var 2,5% sterkara í mars 2025 (190,0) samanborið við mars 2024 (194,9). Efnahagsmál Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2025 var því 9,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði var óhagstæður um 430,6 milljarða króna sem er 58,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 8% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í mars 2025 var 15,2 milljörðum króna meiri (24%) en í mars 2024, fór úr 64,3 milljörðum króna í 79,6 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 987,6 milljarðar króna og jókst um 72,2 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 8% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 55% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 12% samanborið við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 1% í samanburði við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 10% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 118,2 milljörðum króna í mars 2025 samanborið við 93,4 milljarða í mars 2024 og jókst því um 24,8 milljarða króna eða um 27%. Verðmæti vöruinnflutnings á tólf mánaða tímabili var 1.418,2 milljarðar króna og jókst um 130,5 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða 10% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur var í innflutningi á eldsneyti og á smurolíum og flutningatækjum en á móti kom aukning á innflutningi á flestum öðrum liðum, mest þó á fjárfestingarvörum og hrá- og rekstrarvörum. „Mikinn vöxt í fjárfestingavörum má að verulegu leyti rekja til umfangsmikils innflutnings tölvuvara fyrirtækja sem reka gagnaver í landinu,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Meðaltal gengisvísitölu síðustu tólf mánaða var 194,3, veiktist um 0,2% (194,0) frá tólf mánaða tímabili ári fyrr. Gengið var 2,5% sterkara í mars 2025 (190,0) samanborið við mars 2024 (194,9).
Efnahagsmál Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira