Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 13:50 Gunnar Þór Gíslason er stjórnarmaður í Eik fasteignafélagi, sem á meðal annars Turninn í Kópavogi. Vísir Brimgarðar ehf., sem eru í eigu systkinanna sem kennd eru við Mata, eiga nú tuttugu prósenta hlut í Eik fasteignafélagi. Félagið keypti hluti fyrir alls 238 milljónir króna á föstudag. Systkinin eiga í gegnum önnur félög önnur 13,6 prósent í Eik. Í flöggun til Kauphallar segir að Brimgarðar eigi nú slétt tuttugu prósent í Eik, eða 684.961.880 hluti. Fyrir viðskipti föstudagsins hafi félagið átt sléttum fimmtán milljónum færri hluti. Langstærstu hluthafarnir Þá segir að félög tengd Brimgörðum, Langisjór ehf. og Síldarbein ehf., fari til viðbótar með atkvæðisrétt í Eik, sem tengist beinu eignarhaldi þeirra á hlutum í félaginu sem nemi samtals 465.693.424 hlutum, eða 13,6 prósentum heildarhlutafjár Eikar. Systkinin sem kennd eru við Mata eiga Langasjó saman og Gunnar Þór Gíslason, eitt systkinanna og stjórnarmaður í Eik, á Síldarbein. Þannig er samanlagður hlutur systkinanna 33,6 prósent og þau eru langsamlega stærstu hluthafarnir í félaginu. Í tveimur tilkynningum um viðskipti nákomins aðila stjórnanda í Eik, áðurnefnds Gunnars Þórs, segir að Brimgarðar hafi keypt í Eik í tveimur viðskiptum á föstudag. Annars vegar fyrir 52,8 milljónir króna á genginu 12,3 og hins vegar fyrir 182 milljónir króna á genginu 12,1. Gengi hlutabréfa í Eik stendur nú í tólf krónum. Brú bætir einnig við sig Þetta eru ekki einu tilkynningar sem Eik hefur sent Kauphöllinni í dag. Einnig barst flöggun varðandi það að Brú lífeyrissjóður hafi farið yfir tíu prósenta múrinn og eigi nú 10,176 prósenta hlut í gegnum þrjár deildir sjóðsins. Sjóðurinn keypti 6,65 milljónir hluta í félaginu en gengið liggur ekki fyrir. Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49 Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í flöggun til Kauphallar segir að Brimgarðar eigi nú slétt tuttugu prósent í Eik, eða 684.961.880 hluti. Fyrir viðskipti föstudagsins hafi félagið átt sléttum fimmtán milljónum færri hluti. Langstærstu hluthafarnir Þá segir að félög tengd Brimgörðum, Langisjór ehf. og Síldarbein ehf., fari til viðbótar með atkvæðisrétt í Eik, sem tengist beinu eignarhaldi þeirra á hlutum í félaginu sem nemi samtals 465.693.424 hlutum, eða 13,6 prósentum heildarhlutafjár Eikar. Systkinin sem kennd eru við Mata eiga Langasjó saman og Gunnar Þór Gíslason, eitt systkinanna og stjórnarmaður í Eik, á Síldarbein. Þannig er samanlagður hlutur systkinanna 33,6 prósent og þau eru langsamlega stærstu hluthafarnir í félaginu. Í tveimur tilkynningum um viðskipti nákomins aðila stjórnanda í Eik, áðurnefnds Gunnars Þórs, segir að Brimgarðar hafi keypt í Eik í tveimur viðskiptum á föstudag. Annars vegar fyrir 52,8 milljónir króna á genginu 12,3 og hins vegar fyrir 182 milljónir króna á genginu 12,1. Gengi hlutabréfa í Eik stendur nú í tólf krónum. Brú bætir einnig við sig Þetta eru ekki einu tilkynningar sem Eik hefur sent Kauphöllinni í dag. Einnig barst flöggun varðandi það að Brú lífeyrissjóður hafi farið yfir tíu prósenta múrinn og eigi nú 10,176 prósenta hlut í gegnum þrjár deildir sjóðsins. Sjóðurinn keypti 6,65 milljónir hluta í félaginu en gengið liggur ekki fyrir.
Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49 Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49
Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54