Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 16:25 Donald Trump sýndi tollaáform Bandaríkjanna á stóru spjaldi. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira